JE Vélaverkstæði og Siglufjarðar-Seigur.
sksiglo.is | Almennt | 14.05.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 858 | Athugasemdir ( )
Ég kom við niður á JE vélaverkstæði til að tékka á því hvort það væri ekki allt í lukkunar velstandi þar.
Þar var allt í blússandi gangi og mikið að gera.
Hjörtur var að fara yfir reikninga eða einhverskonar pappíra. Gaui Gústa
stóð við rennibekkinn og renndi eins og vindurinn.Sverrir Júll stóð við bandsögina og kúttaði niður efni auk þess sem hann sagði
mér að hann væri miklu flottari en Gaui. (Ég held að ég láti þá sjálfa bara sjá um að útkljá þau
mál). Siggi Steingríms hamaðist svo á slípirokknum og sá til þess að álprófíllinn sem hann var að vinna við
væri í akkúrat þeirri lengd sem hann ætti að vera(ég er nú bara alls ekki frá því að Siggi sé flottari en Gaui og
Sverrir til samans).
Eftir að ég var búin að mynda þessa höfðingja í bak og
fyrir tölti ég yfir í húsið sem Siglufjarðar-Seigur er í(reyndar fór ég á bílnum). Þar var allt á fullu gasi.
Þar var Salli að vinna við innréttinguna í brúnni, Ómar Sig var að snikka eitthvað til, ég veit ekkert hvað hann var að
útbúa en það var alveg ljómandi flott samt. Stebbi var líka að vinna í einhverju sem ég veit ekki heldur hvað er og svo var Julian að
hjálpa þeim öllum.
Þetta eru alveg magnaðir bátar sem þeir eru að smíða og
það er greinilega hvergi slegið slöku við í gæðum. JE vélaverkstæði og Siglufjarðar Seigur eru hörkuflott fyrirtæki.
Svo koma auðvitað myndir.









Athugasemdir