Enn bætist í bátasafn Síldarminjasafnsins

Enn bætist í bátasafn Síldarminjasafnsins Tuttugasti og fyrsti bátur Síldarminjasafnsins bættist í „flotann“ í gær þegar starfsmenn safnsins skruppu til

Fréttir

Enn bætist í bátasafn Síldarminjasafnsins

Frá afhendingu Arnars SK 164
Frá afhendingu Arnars SK 164

Tuttugasti og fyrsti bátur Síldarminjasafnsins bættist í „flotann“ í gær þegar starfsmenn safnsins skruppu til Sauðárkróks og sóttu þangað Arnar SK  164.

Báturinn var smíðaður á Akureyri árið 1969 af Níelsi Kröyer en undir handleiðslu Nóa Kristjánssonar skipasmiðs.

Hann var í eigu Birgis Sveinbjörnssonar á Akureyri frá 1971 til 1988 þegar Magnús Jónsson á Sauðárkróki keypti bátinn. Þá eignuðust hann Eyjólfur Sveinsson og Eiríkur Sigurðsson á Sauðárkróki – síðar varð Ólafur A. Jónsson einn eigenda og áttu þeir bátinn þangað til þeir afhentu hann Síldarminjasafninu 12. febrúar.

Arnar er smíðaður úr furu, 6,72 m að lengd og með Saab vél. Hann er hinn heillegasti en þarfnast nokkurar viðgerðar á borðstokkum og öðru.
Markmið Síldarminjasafnsins er að varðveita gamla trébáta eins og kostur er – og huga ekki bara að því sem siglfirskt er heldur einnig að horfa til norðlenskrar arfleifðar í þeim efnum. -ök

Sjá einnig vefsíðu Síldarminjasafnsins

Eyjólfur Sveinsson, Eiríkur Sigurðsson og Ólafur A. Jónsson skrifa undir afsalið á Arnari SK
Eyjólfur Sveinsson, Eiríkur Sigurðsson og Ólafur A. Jónsson skrifa undir afsalið á Arnari SK


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst