Enn er allt ófært til og frá Fjallabyggð

Enn er allt ófært til og frá Fjallabyggð Nú liggur ljóst fyrir að Páll Óskar kemst ekki til Siglufjarðar í dag vegna þess að vegir eru lokaðir !

Fréttir

Enn er allt ófært til og frá Fjallabyggð

Palli kemur bara seinna
Palli kemur bara seinna

Snjóflóð eru ekkert grín, þess vegna þarf að loka vegum þar sem talin er hætta á snjóflóðum. Á vef Vegagerðarinnar er gott yfirlit yfir ástand vega.

Nú liggur ljóst fyrir að Páll Óskar kemst ekki til Siglufjarðar í dag vegna þess að vegir eru lokaðir !

Í samtali við Lóu á Allanum nú rétt áðan kom fram að ÞAÐ VERÐUR BALL Á ALLANUM Í KVÖLD þótt Palli komist ekki, Stulli hleypur í skarðið.

Ballþyrstir í Fjallabyggð þurfa því ekki að örvænta.

Á Facebook síðu Palla segist hann ætla í samráði við Lóu að koma seinna og halda Pallaball á Allanum.

Við hér í Fjallabyggð höldum áfram að "anda með nösunum" eins og Vestfirðingar, og munum gleðjast um áramótin eins og hingað til.


Athugasemdir

24.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst