Enn er allt ófært til og frá Fjallabyggð
Snjóflóð eru ekkert grín, þess vegna þarf að loka vegum þar sem talin er hætta á snjóflóðum. Á vef Vegagerðarinnar er gott yfirlit yfir ástand vega.
Nú liggur ljóst fyrir að Páll Óskar kemst ekki til Siglufjarðar í dag vegna þess að vegir eru lokaðir !
Í samtali við Lóu á Allanum nú rétt áðan kom fram að ÞAÐ VERÐUR BALL Á ALLANUM Í KVÖLD þótt Palli komist ekki, Stulli hleypur í skarðið.
Ballþyrstir í Fjallabyggð þurfa því ekki að örvænta.
Á Facebook síðu Palla segist hann ætla í samráði við Lóu að koma seinna og halda Pallaball á Allanum.
Við hér í Fjallabyggð höldum áfram að "anda með nösunum" eins og Vestfirðingar, og munum gleðjast um áramótin eins og hingað til.
Athugasemdir