Erlendir miðlar fjalla um Síldarminjasafnið

Erlendir miðlar fjalla um Síldarminjasafnið Erlendir miðlar fjalla um Síldarminjasafnið og Siglufjörð. Á undanförnum árum hafa Síldarminjasafninu

Fréttir

Erlendir miðlar fjalla um Síldarminjasafnið

Erlendir miðlar fjalla um Síldarminjasafnið og Siglufjörð. Á undanförnum árum hafa Síldarminjasafninu reglulega borist erlend dagblöð og tímarit í pósti – ástæðan fyrir slíkum sendingum er sú að blaðamenn víða úr heiminum hafa skrifað greinar um Síldarminjasafnið, verkefni þess og velgengni.

Ár hvert heimsækja erlendir blaðamenn safnið til þess eins að fjalla um hina miklu sögu Siglufjarðar, til að mynda kom hingað hópur franskra blaðamanna síðasta sumar.

Í gær barst safninu eintak af norska dagblaðinu Nytt i Uka sem gefið er út í Sunnmøre, svæðinu í kring um Álasund í Noregi. Í blaðinu er að finna nokkuð viðamikla umfjöllun um sögu Norðmanna á Siglufirði og frásögn af safninu okkar.

Tenging Sunnmøre við Siglufjörð er allmikil, en Ole Tynes eigandi Sunnu, Olaf og Elias Roald sem byggðu Róaldsbrakka og ráku þar söltunarstöð í allmörg ár og Evangerbræður sem reistu fyrstu fullkomnu síldarverksmiðju landsins á Staðarhólsbökkum voru allir frá svæðinu.

Höfundur greinarinnar heimsótti Siglufjörð og Síldarminjasafnið síðastliðið sumar og hvetur hann samlanda sinna til þess að gera slíkt hið sama. „For vestlendingar som er glade i storslagen natur og i sild og sildas historie er sanneleg Island og Siglufjord ei reise verdt.“ – Siglufjörður er sannarlega ferðarinnar virði!









Texti og myndir: Aðsent

Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst