Undirbúningur Síldarævintýris 2011
Ákveðið hefur verið að skipta framkvæmdastjórn milli þriggja manna að þessu sinni, þeirra Guðmundar Skarphéðinssonar, Gunnars Smára Helgasonar og Ægis Bergssonar.
Undirbúningsnefnd ævintýrisins skipa Guðmundur Skarphéðinsson, Gunnar Smári Helgason, Ægir Bergsson, Sandra Finnsdóttir, Anita Elefsen og Hilmar Þór Elefsen.
Síldarævintýrið
2011 verður með svipuðu móti og í fyrra, en Síldardagar verða haldnir
viku fyrir ævintýri og má því búast við skemmtilegri dagskrá hér á
Siglufirði síðustu tíu dagana í júlí.
Á
síðasta ári var stofnað félag um Síldarævintýri á Siglufirði og sér
stjórn félagsins um skipulagningu hátíðarinnar ár hvert, ásamt skipuðum
fulltrúa frá bæjarfélaginu.
Auk þess sér félagið um að afla styrkja og
fjár til hátíðarinnar á ári hverju. Árgjald í félagið eru krónur 2.000
fyrir einstaklinga, en kr. 10.000 fyrir fyrirtæki.
Þeim sem hafa áhuga á
að ganga í félagið er bent á að senda tölvupóst á netfangið: siglosild@gmail.com eða hafa samaband við Anitu Elefsen í síma 8652036.
Fram þarf að koma fullt nafn og kennitala.
Mynd SK.
Athugasemdir