Eyþing veitir menningarstyrki
Í gær fór fram í félagsheimilinu Hlíðarbæ árleg úthlutun styrkja Menningarráðs Eyþings. Af 127 umsækjendum fengu 71 aðilar 21.5 millj kr. alls. Sjö styrkir komu til Fjallabyggðar.
Þjóðlist, fyrirtæki Þórdísar Pétursdóttur og Rúnu Ingimundar, fékk styrk til að halda kvæðamannahátíð í mars. Þá hlaut Alþýðuhúsið og fyrirhuguð liststarfsemi þar tvo styrki á nafni Aðalheiðar Eysteinsdóttur og sonar hennar Arnars Ómarssonar.
Meðal margra annarra sem fengu styrki, voru fyrrum Siglfirðingar og mæðgurnar Linda Margrét og dóttir hennar Gréta Kristín Ómarsdóttir ljóðskáld.
Að þessari athöfn lokinni söng Helena G Bjarnadóttir píanókennari tvö lög, en Helena er Siglfirðingur, dóttir Önnu Garðarsdóttur, og sté sín fyrstu skref á músíkbrautinni hér í Tónlistarskóla Siglufjarðar.
Aðalheiður Eysteinsdóttir, Gísli Rúnar Gylfason, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir forstöðumaður menningarráðs Eyþings, Rósa Margrét Húnadóttir og Örlygur Kristfinnsson
Þórdís Pétursdóttir, Rúna Ingimundar og Þórarinn Hannesson forstöðumaður Ljóðaseturs.
Linda María og Gréta Kristín
Helena G Bjarnadóttir píanókennari söng tvö lög,
en Helena er Siglfirðingur, dóttir Önnu Garðarsdóttur
Texti: ÖK
Mynd á forsíðu: Þórgnýr Dýrfjörð
Aðrar myndir: ÖK
Athugasemdir