Fallegur dagur í Fljótunum
sksiglo.is | Almennt | 07.04.2013 | 11:30 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 646 | Athugasemdir ( )
Afar fallegt var um að litast inní Fljótum síðustu daga, vatnið frosið og snjór yfir mest öllu.
Fjöldi vélsleðamanna var á stjá á þeim frábæra degi þegar Sigló.is átti leið hjá og spýttust þeir yfir vatnið og upp um öll fjöll enda afar skemmtilegt veður og færi. Skemmtilegt var líka að sjá hvað fuglalífið var vel vaknað en hvarvetna voru smáfuglar á flugi. Þá voru hestar úti að bíta það gras sem stóð undan fönninni. Það var hálfgert ævintýri að keyra um fljótin á þessum góða degi.
Athugasemdir