Fannar Vernharðsson yfirkokkur á VOX.
visir.is | Almennt | 14.03.2011 | 13:00 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 660 | Athugasemdir ( )
Jarðsveppir, ostrur, humar og foie gras eru meðal hinna fersku og fínu hráefna í réttum veitingastaðarins VOX á matarhátíðinni Food and Fun.
Finninn Matti Jåmesen er með glæsilegan matseðil og flott hráefni og það verður gaman að takast á við eldamennskuna með honum, segir Fannar Vernharðsson yfirkokkur á VOX.
Fannar er siglfirðingur og sonur Vernharðs Hafliðasonar og Huldu Kobelts, og tók við starfi yfirmatreiðslumanns á VOX um síðustu áramót. En hann er þó enginn nýgræðingur í Food og Fun og hefur tekið þátt í hátíðinni frá upphafi og segir það mjög gaman, en auðvitað mikil vinna og álag.
Athugasemdir