Söngvakeppni Sjónvarpsins

Söngvakeppni Sjónvarpsins Fyrr í vikunni sögðum við frá Grétu Salóme Stefánsdóttur fiðluleikara sem er að slá í gegn í Söngvakeppni Sjónvarpsins, en hún

Fréttir

Söngvakeppni Sjónvarpsins

Alma Rut Kristjánsdóttir
Alma Rut Kristjánsdóttir
Fyrr í vikunni sögðum við frá Grétu Salóme Stefánsdóttur fiðluleikara sem er að slá í gegn í Söngvakeppni Sjónvarpsins, en hún er ættuð frá Siglufirði.

Þar með er ekki öll sagan sögð, því ein af bakraddasöngkonunum í lögum Grétu er það líka. Sú heitir Alma Rut Kristjánsdóttir og er dóttir Kristjáns Jóhannssonar myndlistakennara á Siglufirði.

Hún vakti fyrst athygli þegar hún söng Tinu Turner lagið „River deep, mountain high” í Idolinu 2003, eða árið sem Kalli Bjarni sigraði.

Árið eftir var hún ein þeirra útvöldu sem valin var úr stórum hópi áhugasamra til að fara með hlutverk í Hárinu sem Rúnar Freyr Gíslason leikstýrði. Síðan þá hefur hún tekið þátt í ótalmörgum verkefnum með mörgum af þekktustu tónlistarmönnum landsins.


 
“Mundu eftir mér” flutt á sviðinu.

Alma Rut er í dag orðin mjög eftirsótt bakraddasöngkona og hefur verkefnum á því sviði farið hratt fjölgandi. Hún hefur síðustu ár verið í bakröddum hjá Todmobile, en einnig sungið með Frostrósunum síðastliðin fimm ár og stjórnar núna raddhópnum þar. Nýlega söng hún á tónleikum sem haldnir voru í Hörpunni Freddy Mercury til heiðurs og á afmælistónleikum Friðriks Ómars í Hofi á Akureyri. Hún hefur sungið í fjölmörgum lögum í undankeppni Eurovision sl. sex ár. Í fyrra söng hún t.d. í fimm lögum, en í ár eru þau fjögur.
Alma Rut stefnir á að ljúka kennaranámi í vor frá Háskólanum á Akureyri.


 
Hópurinn sem vann við lagið "Mundu eftir mér", sem er annað lagið sem Gréta syngur með Jónsa í úrslitunum.

Við óskum þeim Grétu og Ölmu góðs gengis í Söngvakeppni Sjónvarpsins, en úrslitin verða laugardaginn 11. febrúar.

Samantekt: Leó R. Ólason.



Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst