Fimleikahringurinn á Siglufirði í næstu viku
sksiglo.is | Almennt | 27.07.2012 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 363 | Athugasemdir ( )
Evrópumeistararnir í hópfimleikum munu enn og aftur sýna og
kenna fimleika á ferð sinni um landið í sumar. Í fyrra heimsótti hópurinn
Fjallabyggð og ætlar að endurtaka leikinn nú í næstu viku.
Allur ágóði af kennslunni fer í sjóð til að fjármagna ferð hópsins á Evrópumeistaramótið í Århus í haust þar sem hópurinn freistar þess að verja Evrópumeistaratitil Íslands.
Heimsóknin á Siglufjörð er liður í Fimleikahringnum sem er samstarfsverkefni Íþróttafélagsins Gerplu, UMFÍ og Olís. Tilgangur Fimleikahringsins er að kynna hópfimleika fyrir landsbyggðinni og vekja athygli á Ungmennalandsmóti UMFÍ sem fram fer um Verslunarmannahelgina á Selfossi.
hér má finna tengil á fésbókarsíðu Fimleikahringsins en þar má finna myndir frá fyrri ferðum hópsins um landið.
http://www.facebook.com/#!/fimleikahringurinn
Athugasemdir