Fjallabyggð lokuð
Það er ágætt að horfa bara út um gluggann í dag og kemur því vart nokkrum íbúa Fjallabyggðar á óvart að þeir skuli vera snjóaðir inni en síðastliðinn sólarhring hefur fyllt verulega á hvíta gullið. Loksins, hugsar skarðsprinsinn örugglega.
Þrátt fyrir rjómablíðu var lokað var í Skarðinu á laugardag en það mátti reka til óstöðurgra snjóalaga utanbrauta þar sem mikil hætta hefði stafað af. Í gær var Ólafsfjarðarmúli lokaður fyrir allri umferð vegna snjóflóðahættu og er enn, óvíst er hvenær hann opnar. Siglufjarðarvegur er einnig ófær og ekki unnið í mokstri að svo stöddu.
www.vegagerdin.is
Athugasemdir