Fjárréttir
sksiglo.is | Almennt | 26.09.2013 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 551 | Athugasemdir ( )
Fjárréttir voru haldnar á laugardaginn 21.september í Siglufirði.
Smalað var í Siglufirði, á Siglunesi og réttað í Siglufirði.
Deginum áður var smalað í Héðinsfirði. Heimtur voru góðar.
Það þarf varla að taka það fram að mikið fjör var hjá
þeim sem mættu í réttirnar þó að einhverjir hafi verið þreyttir eftir göngurnar ásamt fénu sem var örugglega uppgefið
eftir hlaupin.
Ég persónulega gekk nú ekki meira en frá bílnum og upp að
réttunum, sem var cirka 15-20 metra hörku göngutúr upp í móti og taldi það nú bara vera nokkuð góð hreyfing hjá mér
þann daginn.
En ég virti þær Gollsu, Rúnu, Gránu og fleiri eðal rollur fyrir
mér og einn hrútur fangaði athygli mína þar sem hann stóð með tunguna út í loftið gjörsamlega að kafna úr þorsta
og vanlíðan eftir erfiðið. Það sem ég vorkenndi karl ræflinum. Líðanin hjá honum hefur líklega verið svipuð og hjá
mér eftir 20 metra gönguna frá bílnum, þannig að við vorum eiginlega þjáningabræður á þessum tímapunkti. Ég
hugsaði með mér að það væri ekki alltaf tekið út með sældinni að vera hrútur.
Ég tók að sjálfsögðu nokkrar myndir af fénu, eigendum
þeirra og smölum.


Tinna Hjaltadóttir að reka rolluna sína áfram.

Hjörtur Þorsteinsson að lagfæra pallinn.


Þessar eru alveg hreint steinhissa á dansinum sem hann Viddi á Hraunum steig til
að reka þær í réttina.

Hérna sést svo hrút greyið sem var alveg að kafna eftir hlaupin. Ég
bara skildi hann svo vel.
Athugasemdir