Fjölbragðatónleikar Hymnodiu- 6. nóvember Siglufjarðarkirkja

Fjölbragðatónleikar Hymnodiu- 6. nóvember Siglufjarðarkirkja Átta tónleika röð við Eyjafjörð, í Þingeyjarsýslum og á Vopnafirði 3. tónleikar:

Fréttir

Fjölbragðatónleikar Hymnodiu- 6. nóvember Siglufjarðarkirkja

Innsent efni.


- Átta tónleika röð við Eyjafjörð, í Þingeyjarsýslum og á Vopnafirði

3. tónleikar: Siglufjarðarkirkja
 
        Uppátækjum Hymnodiu eru engin takmörk sett. Nú fer kórinn um Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur með fjölbragðadagskrá, syngur, spilar á alls kyns skrýtin og skemmtileg hljóðfæri, hefur uppi glens og grín, leikræn tilþrif og jafnvel dans ef vel liggur á. Jóðlandi sálfræðingurinn, drynjandi geðlæknirinn, fljúgandi Hollendingurinn, sænski grunnskólakennarinn, lagvissi lögfræðingurinn, tölvuóði trompetleikarinn og margir fleiri koma fram.
 
Hljóðfærin sem notuð verða eru skemmtileg blanda: Fiðla, gítar, kassabassi, íslenskt handsmíðað strumstick, rúmenskur dúlsímer, psalterium, charango, harmóníum, virginall, þrjár ólíkar afrískar trommur, pikkolóflauta okkarína, bakú, tyrkneskt þurrkað ávaxtahýði, fjórar tónkvíslar, ryðgaða bárujárnsplatan, stóra sænska sálmabókin, nokkrar mismunandi tréhristur, taívönsk basthrista, cajon, stompbox, gyðingaharpa, brjóstkassar á tenórum, kínverskar bjöllur, franskur hertrompet, íslenskar varir, þríhorn, dragspil, handsmíðuð sauðabeinsflauta frá Kalmar, fjörugrjót úr Eyjafirði, blómavasar kórstjórans, bjöllur búnar til úr gaskútum, rauðvínsglös Loga og Öbbu, strákústur Sveins kirkjuvarðar og græn verkfærataska sem hljómar eins og sneriltromma á sterum.
 
Tónleikarnir verða á eftirfarandi stöðum:
 
31. október: Tjarnarborg Ólafsfirði kl. 20
4. nóvember: Menningarhúsið Hof Akureyri kl. 20
6. nóvember: Siglufjarðarkirkja kl. 20
8. nóvember: Gamli bærinn í Reynihlíð, Mývatnssveit, kl. 20
9. nóvember: Þórshafnarkirkja kl. 16
9. nóvember: Félagsheimilið Mikligarður Vopnafirði kl. 20
10. nóvember: Safnahúsið Húsavík kl. 16
14. nóvember: Þorgeirskirkja kl. 20
 
Miðaverð er 1.500 kr
Ókeypis fyrir 16 ára og yngri
 
Nánari upplýsingar veita Eyþór Ingi Jónsson í síma 866-3393 eða netfanginu eythor@akirkja.is og Pétur Halldórsson í síma 663-1842 eða netfanginupetur.halldors@gmail.com.
 
Umsagnir tónleikagesta frá Ólafsfirði og Akureyri:
 
Þessi Fjölbragðasýning Hymnodiu lætur engan ósnortinn. Fyrst er það náttúrlega söngurinn, raddirnar, stemmingin, ómurinn. Svo kemur fjölbreytnin, heimshornin og stílarnir. Og svo uppátækin, leikurinn, dótið. Og gleðin. Og að láta sér detta þetta í hug. 
- Fyrir fullum sal af fólki hljómaði allt frá fiskasöng og jóðli yfir í að syngja og spinna alla leið inn í hjartarótina. Alla leið! Takk fyrir mig.
Sverrir Páll Erlendsson, facebook
 
Kæru söngfuglar, takk fyrir komuna í Tjarnarborg! Með einstökum sönghæfileikum, sönggleði og ótrúlegu hugmyndaríki tekst ykkur ávallt að toppa, koma á óvart og eins og svo oft áður á tónleikum ykkar gleymir maður bókstaflega stund og stað við að hlusta og horfa. Þessir tónleikar eru sannkölluð Fjölbragðasýning sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Takk enn og aftur fyrir ógleymanlega kvöldstund!!!
Kristín Trampe, facebook
 
Ekki brást Hymnodia áheyrendum sínum í Hofi í kvöld. Þar var ófafjölbreytt prógramm flutt af þeirri næmni og smekkvísi sem skilur í milli þess, hvað er músík og hvað er það ekki. Þar er líka betri ballans á milli radda en gerist í flestum blönduðum kórum. En úrslitum ræður afburða stjórn Eyþórs Inga, sem þó virðist svo átakalítil, en gerir kröfur sem kórinn er fullkomlega fær um að uppfylla. Til hamingju og takk fyrir, Hymnodía!
Erlingur Sigurðarson, facebook


Menningarráð Eyþings styrkir verkefnið
 


Eyþór Ingi Jónsson
Organisti við Akureyrarkirkju
+354 462 7702 
+354 866 3393
eythor@akirkja.is 




Eyþór Ingi Jónsson
Organisti við Akureyrarkirkju
+354 462 7702 
+354 866 3393
eythor@akirkja.is 


Athugasemdir

02.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst