Fjölgar hratt á Siglufirði

Fjölgar hratt á Siglufirði Undanfarna daga hefur fjölgað hratt á tjaldsvæðum bæjarins og ljóst að fólk er að koma tímanlega fyrir Síldarævintýrið til

Fréttir

Fjölgar hratt á Siglufirði

Horft yfir hluta tjaldsvæðis
Horft yfir hluta tjaldsvæðis

Undanfarna daga hefur fjölgað hratt á tjaldsvæðum bæjarins og ljóst að fólk er að koma tímanlega fyrir Síldarævintýrið til að tryggja sér stæði. Það er nú þegar margt um manninn í bænum og fólk spókar sig um í góða veðrinu.













Undirbúningur fyrir Síldarævintýrið er á lokastigi, það verður margt til skemmtunar í bænum á hinum ýmsu stöðum eins og sjá má í dagskránni. Á  laugardag og sunnudag koma auk þess skemmtiferðaskip til Siglufjarðar og munu farþegar sjá síldarsöltunarsýningu á Síldarminjasafninu og virða fyrir sér mannlífið.

Ljóst er að lögreglan þarf að vera með umferðastjórn á Múlagöngum og Strákagöngum meðan hátíðarhöldin standa yfir því í gær myndaðist umferðarhnútur í Múlagöngum sem tók lögregluna um 60 mínútur að leysa úr.


 






Í gær kom frá Akureyri, í tveimur rútum, hópur af skólafólki, kennurum og fararstjórum samtals um 140 manns frá 12 þjóðlöndum undir stjórn Ara Trausta jarðfræðings. Skoðaði hópurinn sig um og skellti sér svo í strandblak á Rauðkulóð. Í framhaldi var farið um borð í skemmtiferðaskip sem kom frá Akureyri til að sækja hópinn. Frá Siglufirði var haldið á Strandir þar sem nemendur áttu að fara í land og skoða fuglalíf og þaðan var ferðinni heitið til Grænlands.




Um kl. 22:00 komu bifhjólamenn á fákum sínum, um 30 manns frá Akureyri, og fengu sér veitingar á Kaffi Rauðku, áður en haldið var til baka, góður kvöldrúntur í blíðunni.

Texti og myndir: GJS. Síðasta mynd af skipinu með flugvél yfir sér og flugvél stök tók SK.




Athugasemdir

08.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst