Fjölmenni á Stórsýningardegi

Fjölmenni á Stórsýningardegi Það er óhætt að segja að skólahúsin hafi iðað af lífi síðasta laugardag en þá sýndu nemendur afrakstur vinnu sinnar þennan

Fréttir

Fjölmenni á Stórsýningardegi

3.og 4. bekkur á Siglufirði söng tvö lög fyrir ges
3.og 4. bekkur á Siglufirði söng tvö lög fyrir ges

Það er óhætt að segja að skólahúsin hafi iðað af lífi síðasta laugardag en þá sýndu nemendur afrakstur vinnu sinnar þennan veturinn á hinum árlega Stórsýningardegi. Fjölmargir bæjarbúar lögðu leið sína í skólann til að skoða glæsilega muni og myndir sem búið var að stilla upp. Einnig voru ýmis önnur námstengd verkefni til sýnis og yngri bekkirnir buðu upp á atriði í sínum stofum. 

 
storsyning_014.jpg
Vandaðar teikningar frá nemendum eldri deildar
 
storsyning_025.jpg
Smíðamunir og handvinna frá 3. og 4. bekk
 

Nemendur 9. bekkjar voru með kaffisölu í báðum skólahúsum og þótti gestum gott að tylla sér og þiggja góðar veitingar að lokinni skoðunarferð. Ágóðinn af sölunni rennur í ferðasjóð bekkjarins.

 
 
storsyning_007.jpg
Þetta skemmtilega þorp bjó 1. og 2. bekkur til
 
storsyning_023.jpg
Glæsilegt mósaikborð unnið af nemanda í eldri deild
 


Athugasemdir

01.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst