Fjölmenni á Stórsýningardegi
Það er óhætt að segja að skólahúsin hafi iðað af lífi síðasta laugardag en þá sýndu nemendur afrakstur vinnu sinnar þennan veturinn á hinum árlega Stórsýningardegi. Fjölmargir bæjarbúar lögðu leið sína í skólann til að skoða glæsilega muni og myndir sem búið var að stilla upp. Einnig voru ýmis önnur námstengd verkefni til sýnis og yngri bekkirnir buðu upp á atriði í sínum stofum.


Nemendur 9. bekkjar voru með kaffisölu í báðum skólahúsum og þótti gestum gott að tylla sér og þiggja góðar veitingar að lokinni skoðunarferð. Ágóðinn af sölunni rennur í ferðasjóð bekkjarins.


Athugasemdir