Fjör að vestan
sksiglo.is | Almennt | 06.05.2013 | 05:00 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 343 | Athugasemdir ( )
Karlakórinn Ernir hefur verið á tónleikarferð um norðurland síðustu daga en þessir miklu gleðigjafar heimsóttu Fjallabyggð nú um helgina.
Eftir hádegisverð á Kaffi Rauðku tóku þeir lagið fyrir gesti en síðan var ferðinni heitið í Bátahús Síldarmynjasafnsins þar sem kórinn söng nokkur lög svona til að prófa hljómburðinn. Síðdegis hélt kórinn síðan stórskemmtilega tónleika í Tjarnaborg og hressileg framkoma með vel útsettum lögum gerði tónleikana að hinni bestu skemmtun.
Athugasemdir