Fjörðurinn skartar sínu fegursta í dag
sksiglo.is | Almennt | 18.02.2011 | 14:30 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 634 | Athugasemdir ( )
Fallegt veður er í dag og lítur út fyrir að svo verði einnig um helgina.
Skíðasvæðið verður að sjálfsögðu opið og ættu allir að skella sér á skíði eða bretti, því ekki kemur svona veður á hverjum degi, alla vega ekki á þessum árstíma.
Blaðamaður Siglo.is brá sér í bíltúr í morgun um bæinn og tók nokkrar myndir og tók sérstaklega eftir að smiðirnir hjá Rauðku voru að vinna við að setja járnið á þakið á Rauða húsinu, en það er nú yfirleitt ekki algeng sjón í febrúar.
En myndirnar tala sínu máli.
Athugasemdir