Fjórir nýjir sjúkrabílar afhentir í Ólafsfirði

Fjórir nýjir sjúkrabílar afhentir í Ólafsfirði   Sigurjón Magnússon ehf. er að afhenda fjóra nýja sjúkrabíla um þessar mundir. Tveir fara til

Fréttir

Fjórir nýjir sjúkrabílar afhentir í Ólafsfirði

Sigurjón Magnússon framkvæmdarstjóri
Sigurjón Magnússon framkvæmdarstjóri

 

Sigurjón Magnússon ehf. er að afhenda fjóra nýja sjúkrabíla um þessar mundir. Tveir fara til Reykjavíkur, einn á Selfoss og sá fjórði í Reykjanesbæ.

 

Sigurjón Magnússon hefur frá árinu 1998 unnið við framleiðslu sjúkra- og slökkvibifreiða og verið frumkvöðull á því sviði á Íslandi. Hann stofnaði fyrirtækið Almennu vörusöluna ehf. sem síðar varð MT bílar, um hönnun og smíði á léttum trefjaplastyfirbyggingum. Frá árinu 2005 hefur Sigurjón rekið einkahlutafélagið Sigurjón Magnússon ehf. um þessi verkefni og auk smíði á slökkvibílum hefur fyrirtækið nýtt sér þekkingu í plastframleiðslu til innréttinga á sjúkrabifreiðum. Fyrir vikið er fjöldi íslenskra yfirbyggðra slökkvi- og sjúkrabíla nú kominn í notkun bæði hér á landi og í Færeyjum.




 


Athugasemdir

10.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst