Forvarnastarf með áhöfn og útgerð Mánabergs
Í síðustu viku var hrundið af stað forvarnasamvinnu með
áhöfn og útgerð Mánabergs í samvinnu við Sjóvá og Slysavarnaskóla
sjómanna. Markmiðið er einfalt; fækka og að lokum koma í veg fyrir slys
um borð.
Þar kom m.a. fram að slys um borð í Mánaberginu eru ekki tíðari en gengur og gerist í flotanum en almennt megi þó segja um slys á sjómönnum að „minni háttar“ slys sem auðvelt er að koma í veg fyrir s.s. hras á jafnsléttu og klemmuslys séu of tíð. Í mjög mörgum tilvikum þarf lítið til og hægt að breyta verklagi eða aðstæðum þannig að slysahættur eru ekki lengur fyrir hendi.
Þetta er mjög spennandi og ekki síst fyrir þær sakir að það reynir jafnt á áhöfn sem útgerð því ef ekki er fyrir hendi fullur vilji beggja aðila þá mun ekki árangur nást. Slys eru ekki náttúrulögmál og það má koma fyrir mikinn meirihluta þeirra. Hugarfar skiptir hér miklu máli og hvernig við nálgumst allt það sem við tökum okkur fyrir hendur, hvort sem það er í vinnunni eða í einkalífinu.
Myndin er af fundi með áhöfn Mánabergsins á Ólafsfirði þann 24.11.2011 sl. en þar lýsti Ragnar Aðalsteinsson útgerðastjóri Ramma því yfir að útgerðin legði mikla áherslu á forvarnavinnuna og að hún yrði unnin í samstarfi við Sjóvá og Slysavarnaskóla sjómanna en fyrst og fremst fælist árangurinn í hugarfari og verkum áhafnarinnar.
Bestu kveðjur, Fjóla Guðjónsdóttir
Athugasemdir