Kæru vinir í Fjallabyggð og af landinu öllu.

Kæru vinir í Fjallabyggð og af landinu öllu. Orð fá ekki lýst því þakklæti sem við finnum vegna góðmennsku og hugulsemi ykkar eftir umferðarslysið

Fréttir

Kæru vinir í Fjallabyggð og af landinu öllu.

Orð fá ekki lýst því þakklæti sem við finnum vegna góðmennsku og hugulsemi ykkar eftir umferðarslysið fyrir hálfum mánuði síðan.

Þökkum við innilega fyrir allar þær góðu kveðjur sem við höfum fengið sem og framlög í söfnunina og sýnir þetta allt í hve nánu og góðu samfélagi við búum. Á þessum erfiðu tímum í lífi okkar hefur þetta lyft oki af öxlunum og gert hlutina auðveldari en annars.

Það er ótrúlegt hve mikið það hefur að segja að vita af góðum hugsunum og bænum frá ykkur og örlætinu virðast engin takmörk sett og eins og fyrr sagði þá eigum við engin orð til að lýsa því hve þakklát við erum.

Takk kærlega fyrir allt saman og guð blessi ykkur öll.

Með kveðju, þakklæti og nálægt algjöru orðleysi frá Sjúkrahúsinu á Akureyri,

Salka, Jóna og fjölskyldan.


Athugasemdir

31.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst