Frá árgangi 1989

Frá árgangi 1989 Til minningar um Ásdísi. Ásdís Kjartansdóttir var yndisleg kona sem bar allra hag fyrir brjósti og hafði einstakt lag á að fá alla til

Fréttir

Frá árgangi 1989

Innsent efni.

 

Til minningar um Ásdísi

 

Ásdís Kjartansdóttir var yndisleg kona sem bar allra hag fyrir brjósti og hafði einstakt lag á að fá alla til að standa og vinna saman.

 

Árgangurinn minn fékk þess heiður aðnjótandi að hafa hana sem umsjónarkennara fyrstu fjögur skólaárin. Á þessum fjórum árum mynduðust einstök tengsl og ég held ég tali fyrir allann hópinn þegar ég segi að hún hafi haft mikil áhrif á okkur, hvort sem það var þegar hún kenndi okkur að þekkja fuglategundir, stofnaði með okkur Bæinn Allra eða sagði okkur eitthvert leyndarmál sem Spiraltoppen hafði hvíslað að henni. 

 

Okkur fannst því ekkert nema viðeigandi að heiðra minningu hennar á einhvern hátt. Eins og Ásdís kenndi okkur að gera unnum við saman, skiptum með okkur verkum og framkvæmdum hugmyndina. Við áttum litla fjárhæð sem hafði safnast í fjáröflun í 10. bekk. Það var ákveðið að nota þessa fjárhæð og opna styrktarreikning og efna til fjáröflunar í hennar nafni fyrir Krabbameinsfélag Akureyrar og Nágrennis.

 

Fjármagnið sem safnast verður nýtt meðal annars til að aðstoða krabbameinssjúka og aðstandendur þeirra við að greiða niður kostnað vegna dvalar á höfuðborgarsvæðinu þar sem meðferðir fara fram. Það er auðvelt að ímynda sér að þessi kostnaður geti orðið mikill og við viljum því hvetja sem flesta til að leggja okkur lið í þessari söfnun og heiðra minningu Ásdísar.

 

Reikningsupplýsingarnar eru eftirfarandi:

1102-05-410000

Kt. 160489-2789

 

Fyrir hönd árgangs '89,

Pálína D. Guðnadóttir


Athugasemdir

04.ágúst 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst