Halli Gunni

Halli Gunni Leó sendi okkur nokkrar línur um vin sinn Harald Gunnar Hjálmarsson eða Halla Gunna. Hér fyrir neðan er það sem Leó sendi okkur.

Fréttir

Halli Gunni

Frá Leó R.

Leó sendi okkur nokkrar línur um vin sinn Harald Gunnar Hjálmarsson eða Halla Gunna.

 

Hér fyrir neðan er það sem Leó sendi okkur.

 

 

Halli 

 

Eins og fram kom á siglo.is þ. 8 okt. sl., var haldin alþjóðleg söngvakeppni fyrir blinda og sjónskerta í Krakow í Póllandi dagana 18-20 nóv. En það sem okkur Siglfirðingum fannst mun merkilega við þessa keppni en margar aðrar, var að við áttum okkar sérlega fulltrúa í henni sem var Haraldur Gunnar Hjálmarsson eða Halli Gunni.

Eftir að stefnan hafði verið sett á þáttöku, sótti hann frumdrög að lagi sem hann átti á lager ef svo mætti segja, og lauk endanlega við það síðastliðinn vetur.

Hinn landskunni textagerðarmaður Þorsteinn Eggertsson var honum síðan innan handar við gerð textans sem er á ensku og heitir lag Halla Gunna “A story from a park”

Upptökurnar hófust síðan í vor og hann lék sjálfur á flest öll hljóðfærin, en þeim lauk þó ekki fyrr en í sumar þar sem hann þurfti að gera hlé á þeim meðan hann gekkst undir augnaðgerð. Skipt var um hornhimnu í vinstra auga og tókst aðgerðin vonum framar. Halli sagðist hafa verið orðinn alveg blindur, en væri nú aftur kominn með svipaða sjón og hann hafði fyrir tæpum áratug og gæti m.a. lesið sér til gagns ef letrið væri ekki allt of smátt.

 

 halli

 

Í vetrarbyrjun hóf hann að sækja söngtíma hjá Guðbjörgu Tryggvadóttur óperusöngkonu og var í klassískri söngþjálfun allt fram að keppninni. Eftir það tók hann sér svolítið hlé en hyggst taka upp þráðinn á ný innan skamms. Hann sagði að söngtímarnir hefðu reynst sér ómetanlegir, en Halli Gunni flutti lag sitt sjálfur.

 

Keppnin stóð yfir í þrjú kvöld og byrjuðu 28 lög keppni. Fyrst voru haldnar tvær undankeppnir í tónleikasal Radio Krakow, 14 lög hvort kvöld. Keppti lag Halla Gunna seinna kvöldið og var hann einn þeirra sem komst áfram. Þriðja kvöldið kepptu síðan þau 10 lög sem eftir stóðu í Slovakíska leikhúsinu, stóru og glæsilegu húsi sem var alveg ævafornt að utan sem innan, nema það sem við kom tækninni, þar var aðeins boðið upp á það nýjasta og besta.

Hann fékk sérstök hvatningarverðlaun frá borgarstjóra Krakowborgar fyrir framlag sitt, forláta styttu og viðurkenningarskjal. Halli sagði það hafa verið bæði sterka og stórskemtilega upplifun sem seint muni gleymast að fá þau óvænt upp á sviðið með tilheyrandi viðhöfn og fagnaðarlátum. 

 

Mikið var lagt í til að gera keppnina sem veglegasta, lítil hljómsveit sem samanstóð af trommum, bassa og hljómborði lék undir ásamt Synfóníuhljómsveit Krakowborgar og útkoman var mjög glæsileg. Það voru Lionsklúbbar í Krakow sem stóðu fyrir keppninni sem haldin var undir yfirskiftinni „Hljómar frá hjartanu“ 

Sérlegir fylgdar og aðstoðarmenn Halla Gunna voru móðir hans Halla Haraldsdóttir og Guðrún Ingimarsdóttir, en Tóti bróðir hans sá svo um að taka upp bæði mynd og hljóð.

Við óskum okkar manni innilega til hamingju með frábæran árangur.

 

 

 

Texti Leó R. Ólason.

Ljósmyndir Birgir Ingimarsson.


Athugasemdir

30.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst