Fra Listhúsinu
sksiglo.is | Almennt | 08.10.2013 | 11:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 304 | Athugasemdir ( )
Innsent efni.
Halló!
Ég heiti Bego Antón, ég er ljósmyndari og mun dvelja í
Listhúsinu í október og nóvember.
Ég er mjög forvitin að uppgvöta hvernig fólk í Fjallabyggð lifir við erfiðar veðurfars aðstæður í samanburði við það sem ég er vön. Ég vill vita hvernig þið aðlagist kulda og snjó. Hvernig matur er borðaður á þessum tíma árs og hvernig fatnaður er notaður. Og hvernig félagslíf er í bæ sem umlukinn er kulda og snjó.
Besta leiðin til að læra um líf ykkar á veturna, er að lifa
nákvæmlega eins og þið.
Mig langar til að eyða vetrardegi með ykkur og fjölskyldu ykkar. Ég mun fara hvert sem þið ákveðið að fara, að veiða, í sund, á skauta, í fjallgöngu, eða að labba um bæinn. Borða ártíðarbundninn mat saman eða bara sitja og horfa á sjónvarp. Að sjálfsögðu mun ég taka myndir af ævintýrum okkar.
Minduð þið vilja bjóða mér að dvelja einn vetrardag með ykkur?
Þið getið náð í mig í Listhúsi Ægisgötu 10 625
Ólafsfirði eða sent mér e-mail: bego.anton@gmail.com
Athugasemdir