Fráćr árangur hjá TBS á íslandsmóti unglinga
Íslandsmót unglinga var haldið á Akranesi helgina 15.-17.mars síðastliðinn þar sem TBS náði frábærum árangri með eitt gull og eitt silfur.
Alls voru keppendur um 200 talsins en TBS mætti með 22 keppendur til leiks en þar af náðu tíu þeirra í áttaliða úrslit eða ofar.
Sóley Lilja Magnúsdóttir lenti í fyrsta sæti í einliðaleik aukaflokk undir 13 ára, Tátur.
Hjörvar Már Aðalsteinsson lenti í öðru sæti í einliðaleik aukaflokks undir 13 ára, Hnokkar.
Í undanúrslit komust þau:
Þórey Vala Friðfinnsdóttir einliðal. aukafl. U-15 Meyjar
Kolbrún Helga Gunnlaugsdóttir einliðal. aukafl. U-17 Telpur
Í átta liða úrslit komust:
Sigríður Ása Guðmarsdóttir einliðal A-fl. U-13 Tátur
Rut Jónsdóttir einliðal. A-fl. U-13 Tátur
Álfheiður Agla Oddbjörnsdóttir einliðal. aukafl. U-13 Tátur
Agnes Ósk Ian Grey einliðal aukafl. U-13 Tátur
Daníel Smári Oddbjörnsson einliðal. aukafl. U-15 Sveinar
Hjörvar Már Aðalsteinsson / Guðbrandur Elí Skarphéðinsson tvíliðal. A-fl. U-13 Hnokkar
Aðstandendur TBS vilja þakka fararstjórum fyrir góða helgi, krökkunum fyrir prúðmennsku og dugnað og Samkaup Úrval og Rauðku fyrir stuðninginn.
Athugasemdir