Fræðslufundur í kvöld
Stjórn UÍF og aðildarfélög; fræðslufundur verður haldin í kvöld, miðvikudaginn 23. janúar í Vallarhúsinu Ólafsfirði um hvað felst í því að vera Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
Fundurinn hefst kl. 19:30. Viðar frá ÍSÍ mun fara í gegnum gerð handbókar en gert er ráð fyrir að félögin geri slíka handbók sem síðan er stuðst við þegar sótt er um að gerast Fyrirmyndarfélag ÍSÍ.
Nánari upplýsingar um Fyrirmyndarfélög má finna á heimasíðu ÍSÍ
"Íþróttahreyfingin gerir kröfur til samfélagsins um stuðning, bæði aðgang að mannvirkjum og beinan fjárstuðning. Íþróttahreyfingin vill að litið sé á þennan stuðning sem endurgjald fyrir þjónustu sem hún veitir öllum þegnum samfélagsins. Til þess að slíkar kröfur séu trúverðugar og réttlætanlegar þarf íþróttahreyfingin að sýna það í verki að hún geri raunhæfar kröfur til sjálfrar sín hvað varðar gæði og innihald þess starfs sem hún vinnur. Þetta hefur hún gert með samþykkt stefnuyfirlýsinga um afmarkaða málaflokka, þar sem fram kemur að hvernig starfi sé stefnt. Slíkar stefnuyfirlýsingar hafa m.a. verið samþykktar um barna- og unglingastarf, menntun þjálfara og forvarnastarf.
Með því að taka upp gæðaviðurkenningu fyrir íþróttastarf geta íþróttafélög eða deildir látið gera úttekt á starfsemi sinni eða hluta hennar miðað við þær gæðakröfur sem íþróttahreyfingin gerir. Standist þau þessar kröfur fá þau viðurkenningu á því frá ÍSÍ og geta kallað sig Fyrirmyndarfélag eða Fyrirmyndardeild."
UÍF hvetur öll aðildarfélögin til að senda fulltrúa sína til að fræðast um þessa vinnu. Að fara í gegnum þessa vinnu styrkir félögin, þjálfara og foreldra í því að taka á þeim málum sem upp geta komið hverju sinni. Má þar t.a.m. misnotkun og einelti.
Vinsamlegast látið vita um fjölda þáttakenda þannig að hægt sé að panta veitingar fyrir alla !
Kveðja Brynja Hafsteinsdóttir <brynja@uif.is>
Athugasemdir