Fræðslufundur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og sjálfstætt líf

Fræðslufundur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og sjálfstætt líf Þriðjudaginn 5. mars verður haldinn fræðslufundur á vegum NPA miðstöðvarinnar og

Fréttir

Fræðslufundur um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) og sjálfstætt líf

Þriðjudaginn 5. mars verður haldinn fræðslufundur á vegum NPA miðstöðvarinnar og Velferðarráðuneytisins.  Fræðslufundurinn er haldinn í tengslum við tilraunaverkefni um notendastýrða persónulega aðstoð. Markmið fræðslunnar er að kynna inntak og þýðingu hugmyndafræði baráttuhreyfinga fatlaðs fólks um sjálfstætt líf og NPA. Fræðslan miðast einnig að því að kynna reynslu fatlaðra frumkvöðla á Íslandi sem hafa reynslu af notendastýrðri persónulegri aðstoð og munu þeir varpa ljósi á þær leiðir sem þeir hafa farið við skipulag og uppbyggingu eigin aðstoðar, ásamt því að segja frá hvaða þýðingu það hefur að öðlast vald og um leið ábyrgð yfir eigin lífi, frelsi til að móta eigin lífstíl og taka þannig virkan þátt í samfélaginu. Fyrirlesarar eru þau Aldís Sigurðardóttir, Embla Ágústsdóttir, Freyja Haraldsdóttir, Gísli Björnsson og Vilborg Jóhannsdóttir.

Fræðslan er ætluð fötluðu fólki og aðstandendum þess, ásamt fagfólki og sveitarstjórnarfólki.

Fræðslufundurinn fer fram Í Menntaskólanum á Tröllaskaga þann 5. mars milli kl. 15-19.


Athugasemdir

28.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst