Framhald af Kjólakistunni

Framhald af Kjólakistunni Þar sem ég frétti (og hef eftir öruggum heimildum að ég hafi átt að fá að heyra það,eða svo sagði maðurinn sem sagði mér það) að

Fréttir

Framhald af Kjólakistunni

Hjalti Gunn að fá sér sopa
Hjalti Gunn að fá sér sopa

Þar sem ég frétti (og hef eftir öruggum heimildum að ég hafi átt að fá að heyra það,eða svo sagði maðurinn sem sagði mér það) að Dóri og Hjalti hefðu farið að taka til hendinni niður í Kjólakistu um leið og greinin og myndirnar um hana Steinu Matt og Kjólakistu hennar og Söndru Finns birtist, ákvað ég því að kíkja aftur í Kistuna(afsakið líka hvað þetta er löng setning en mér fannst þetta bara svo flott setning).

Þar tóku á móti mér eldhressir sveinar og vægast sagt vel vaknaðir eftir frekar tíðindalitla nótt skildist mér. Ég var knúsaður og kysstur og mér var klappað á axlir, bak og bumbu og var ég orðinn drulluhræddur um að þeir myndu klappa mér öðrum viðkæmari stöðum en það slapp fyrir horn. Sýndi annar þeirra mér af mun meiri áhuga en hinn hvað þeir væru nú ljómandi duglegir að græja Kistuna fyrir elskurnar sínar.

Svo var farið yfir öll verkin og breytingarnar sem "þeir" voru búnir að gera (meira að segja það sem ég sjálfur sá Steinu Matt persónulega gera). Svo var ég spurður að því hvort ég hefði ekki örugglega myndavélina með mér sem ég jánkaði. Þá var mér boðið af öðrum þeirra að taka nokkrar myndir af aðalega honum sjálfum sem ég þáði með þökkum. Ég ætla að lofa ykkur að njóta þess að skoða nokkrar myndir af framkvæmdunum. Njótið.

Allt á réttri leið.

Kjólakistan

Þessi gella er ekkert uppiskroppa með vinnuátfitt.

Kjólakistan

Kjólakistan er staðsett í þessu fallega húsi við Aðalgötu 15.

Kjólakistan

Steina að segja til.

Kjólakistan

Hérna sýnir Dóri mér hvernig hann mokar upp steinvölu af rispfríu flotmúrsgólfinu.

Kjólakistan

Þarna sagði Dóri "Jaaaá, það er kominn svona takki hér,alveg hreint frábært! "

Kjólakistan


Athugasemdir

28.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst