Hótel Sunna byggð innandyra
sksiglo.is | Almennt | 21.03.2014 | 06:00 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 1177 | Athugasemdir ( )
Þó svo að allt virðist vera í rólegheitum á
framkvæmdasvæði Hótels Sunnu við smábátahöfnina í augnablikinu þá eru samt sem áður framkvæmdir í fullum
gangi. Hótel Sunna er líklega eitt fárra hótela á Íslandi sem verða að stórum hluta byggð innandyra.
Í þurrkarahúsinu á SR-svæðinu eru smiðirnir að vinna við
að setja saman kvistana, grindur fyrir kvistana, þak og veggeiningarnar sem koma undir kvistina.
Hér koma svo myndir af framkvæmdunum sem eiga sér stað í
þurrkararhúsinu.








Athugasemdir