Framkvæmdir í Skarðsdal

Framkvæmdir í Skarðsdal Lokið var við að steypa undirstöður fyrir Hálslyftu 26. október, unnu við það verk margir vaskir menn en að því verki komu

Fréttir

Framkvæmdir í Skarðsdal

verið að renna úr fyrsta steypusílói í endastöð Hálslyftu
verið að renna úr fyrsta steypusílói í endastöð Hálslyftu
Lokið var við að steypa undirstöður fyrir Hálslyftu 26. október, unnu við það verk margir vaskir menn en að því verki komu Bergarar, Básarar, Rauðkumenn og fl, í undirstöður fóru um 42 m3 af steypu. Þetta verk tókst mjög vel en einungis tók 5 daga að grafa fyrir mótum, koma þeim fyrir og steypa, takk fyrir þetta drengir.
Allur lyftubúnaður er kominn til Sigló og bíður þess að verða setur upp þegar steypa hefur náð styrk, unnið verður við rafbúnað og að gera lyftubúnað kláran næstu daga, en markmiðið er að reisa lyftuna í kringum 15-20. nóvember og taka lyftuna í notkun 1. desember.

Það hefur ýmislegt verið gert til að bæta þjónustu við skíðafólk í Skarðsdalnum. Búið er að setja upp nýtt hús á Búngusvæði með snyrtingum og pallur í kring, búið er að lagfæra og lengja Stálmastursbrekku og lýsing hefur verið bætt á því svæði, búið er að færa Markhús og byggja pall í kringum það, sem nýtist sem Mark-og Hálslyftuhús.

Það eru spennandi tímar framundan í Skarðsdalnum en markmiðið er að opna svæðið 1. desember og þar með nýja lyftu Hálslyftu sem mun gjör breyta svæðinu.

Þegar þetta er skrifað er kominn nægur snjór á Búngusvæði og í efrihluta T-svæðis, þannig að þetta lítur allt mjög vel út.

Kv. Egill Rögg


Búngulyftuhús/WC klárt



Hálslyftu-og Markhús komið á nýjan grunn



Betra að vera á keðjum !






Heit steypan rennur í sílóin



Lagt í hann með steypuna uppeftir



Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst