Framkvæmdir við nýjan golfvöll ganga vel

Framkvæmdir við nýjan golfvöll ganga vel Framkvæmdum Leyningsáss ses. við nýjan golfvöll og útivistarsvæði í Hólsdal miðar vel. Verktakafyrirtækið Bás

Fréttir

Framkvæmdir við nýjan golfvöll ganga vel

Framkvæmdum Leyningsáss ses. við nýjan golfvöll og útivistarsvæði í Hólsdal miðar vel. Verktakafyrirtækið Bás ehf. hefur sinnt jarðvinnu á svæðinu í um níu vikur og eru línur farnar að skírast.

Stefnt er að því að ljúka grófmótun vallarins í haust og að yfirborðsfrágangur og sáning fari fram fyrri hluta næsta sumars. Tímanum eftir sáningu verði síðan varið í annan frágang, s.s. á útivistarstígum, reiðgötum og öðrum ytri svæðum.
 
Tilfærsla jarðvegs í sjálfri námunni er langt komin, enda má nú sjá móta fyrir vogskornum lónum og lygnum víða í námugólfinu. Einnig verður þar að finna sérstaka veiðifjöru og ýmsa áningarstaði. Lagður hefur verið grunnur að nýjum, almennum útivistarstíg gegnum miðjan fyrirhugaðan golfvöll og er almenningur hvattur til að nýta sér hann til útivistar á kvöldin og um helgar, utan vinnutíma verktaka á svæðinu.
 
Vinnu í sjálfri Hólsá er lokið í bili. Hefur hún verið dýpkuð á völdum svæðum eftir leiðbeiningum Bjarna Jónssonar fiskifræðings auk þess sem ánni hefur nú verið leyft að flæða aftur eftir kvíslum sem áður höfðu verið stíflaðar af mannavöldum. Er reiknað með að aðgerðir sem þessar muni stækka búsvæði árinnar. Í haust verður ráðist í gerð nýrrar brúar yfir Leyningsá og endurmótun á farveginum neðan hennar, sem hefur það að markmiði að endurheimta búsvæði laxfiska sem hafa glatast við efnistöku í ármótunum gegnum árin. Snýst sú vinna að mestu um að minnka hæðarmun í árbotninum neðan við brúarstæðið svo sá kafli árinnar geti aftur orðið fiskgengur.
 

Með dýpkun Hólsár hefur fengist efni, bæði möl og sandur, sem sigtað hefur verið og flokkað eftir þörfum og notað við gerð golfvallarins. Þessir efnisflokkar eru áberandi um þessar mundir, þar sem þeir eru geymdir á fyrirhugaðri 8. braut golfvallarins í námugólfinu, en reiknað er með að á þá muni ganga er líður tekur á haustið. Þess er ekki langt að bíða að nýr golfvöllur og útivistarsvæði fari að taka á sig mynd og aðeins um eitt ár þar til að komin verði grænn litur á svæðið í stað þess gráa og brúna.











Hluti af starfsmönnum sem vinna við Golfvallargerðina. Frá vinstri: Edwin Roald hönnuður, Stefán, Helgi, Kári, Símon og Lúðvík.

Texti: Edwin Roald
Myndir: GJS



Athugasemdir

17.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst