Framkvæmdir við nýjan golfvöll ganga vel
Framkvæmdum Leyningsáss ses. við nýjan golfvöll og útivistarsvæði í Hólsdal miðar vel. Verktakafyrirtækið Bás ehf. hefur sinnt jarðvinnu á svæðinu í um níu vikur og eru línur farnar að skírast.
Með dýpkun Hólsár hefur fengist efni, bæði möl og sandur, sem sigtað hefur verið og flokkað eftir þörfum og notað við gerð golfvallarins. Þessir efnisflokkar eru áberandi um þessar mundir, þar sem þeir eru geymdir á fyrirhugaðri 8. braut golfvallarins í námugólfinu, en reiknað er með að á þá muni ganga er líður tekur á haustið. Þess er ekki langt að bíða að nýr golfvöllur og útivistarsvæði fari að taka á sig mynd og aðeins um eitt ár þar til að komin verði grænn litur á svæðið í stað þess gráa og brúna.
Hluti af starfsmönnum sem vinna við Golfvallargerðina. Frá vinstri: Edwin Roald hönnuður, Stefán, Helgi, Kári, Símon og Lúðvík.
Texti: Edwin Roald
Myndir: GJS
Athugasemdir