Franska kvikmyndahátíðin sýnir myndir í Fjallabyggð

Franska kvikmyndahátíðin sýnir myndir í Fjallabyggð Árlega er haldin frönsk kvikmyndahátíð í Reykjavík og er hátíðin annar stærsti kvikmyndaviðburður

Fréttir

Franska kvikmyndahátíðin sýnir myndir í Fjallabyggð

Árlega er haldin frönsk kvikmyndahátíð í Reykjavík og er hátíðin annar stærsti kvikmyndaviðburður Íslands á eftir RIFF. Árlega sækja um 10.000 gestir frönsku kvikmyndahátíðina sem fagnaði sínu 14. sýningarári núna í janúar.  

Markmið hátíðarinnar er að sýna fjölbreytni og frumleika í franskri og frönskumælandi kvikmyndagerð. Frakkland, sem er sögulegur fæðingarstaður hreyfimynda, er í dag þriðji stærsti kvikmyndaframleiðandi heims á eftir Bandaríkjunum og Indlandi. Franska sendiráðið á Íslandi kemur að þessari hátíð ásamt Græna ljósinu og Háskólabíó, Institut français og Alliance française í Reykjavík.  Hafa framkvæmdaaðilar (Franska sendiráðið á Íslandi , Institut français og Alliance française í Reykjavík) nú ákveðið að sýna nokkrar myndir á Norðurlandi og er þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin á Akureyri. Að þessu sinni verður hátíðin einnig haldin í fyrsta sinn í Fjallabyggð. 
Sýningarnar verða alls þrjár og allar laugardaginn 15. mars. Tvær sýningar verða í Bláa Húsinu á Rauðkutorgi og ein mynd í Menningarhúsinu Tjarnarborg. Ókeypis aðgangur er á sýningarnar.
 
Sjá nánari upplýsingar á vef Fjallabyggðar hér

Athugasemdir

21.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst