Fréttatilkynning frá Fjallabyggð
Ársreikningur Fjallabyggðar var samþykktur við síðari umræðu miðvikudaginn 10. apríl og gefur ársreikningurinn glögga mynd af afkomu sveitarfélagsins á árinu 2012 fjárhagsstöðu þess 31. desember 2012 og breytingu á handbæru fé á árinu.
Heildartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1,779,5 m.kr. samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta, en fjárhagsáætlun
gerði ráð fyrir að rekstrartekjurnar yrðu um 1,693,6 m.kr.
• Framlög Jöfnunarsjóðs og skatttekjur voru 55,6 m.kr. hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
• Aðrar tekjur og söluhagnaður eigna voru 30,3 m.kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
• Samtals voru tekjur því um 85,9 m.kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
Heildarútgjöld voru áætluð 1,616 m. kr. en urðu 1,650 m.kr.
• Laun og launatengd gjöld voru 47,3 m.kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir og þar af var hækkun lífeyrisskuldbindingar 45,8 m.kr. meiri
en áætlun gerði ráð fyrir.
• Annar rekstrarkostnaður var 9,8 m.kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir.
Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var því jákvæð um 80,9 m. kr.
Niðurstaða reikninga
Reikningar ársins gefa til kynna að náðst hefur góður árangur í rekstri sveitarfélagsins, en framkvæmdir eru miklar en
ásættanlegar miðað við þann ávinning sem framkvæmdirnar hafa í för með sér í framtíðarrekstri
Fjallabyggðar.
• Fjárfestingar í A-hluta voru 352,7 m.kr. og í B-hluta 29,7 m.kr.
• Lántaka varð á árinu 2012, 100 m.kr. en gert var ráð fyrir lántökuheimild að upphæð 150 m.kr. Lántökur á
árinu urðu því 50 m.kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir.
• Afborganir lána í A-hluta voru 83,4 m.kr., en í B-hluta voru greidd lán að upphæð 38,6 m.kr. eða samtals 122 m.kr.
• Handbært fé í árslok var 108,3 m.kr., en áætlun gerði ráð fyrir að það yrði 47,5 m.kr.
• Heildar eignir voru 2011, 3,477,7 m.kr., en eru nú 3,568,8 m.kr.
• Heildar skuldir og skuldbindingar voru 2011 1,763,2 m.kr., en eru nú 1,819,8 m.kr.
Hækkunin er vegna sí hækkandi lífeyrisskuldbindinga.
• Eigið fé var 2011 um 1,714,4 m.kr., hefur hækkað í 1,748,9 m.kr.
• Veltufjárhlutfall A-hluta sveitarsjóðs er áætlað 2.15.
• Veltufjárhlutfallið fyrir samstæðuna er 1.20.
• Eiginfjárhlutfall fyrir samstæðuna er 49.0%.
• Skuldahlutfall fyrir samstæðuna er 102.3%.
Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri.
Athugasemdir