Fréttatilkynning frá Fjallabyggð

Fréttatilkynning frá Fjallabyggð Ársreikningur Fjallabyggðar var samþykktur við síðari umræðu miðvikudaginn 10. apríl og gefur ársreikningurinn glögga

Fréttir

Fréttatilkynning frá Fjallabyggð

Sigurður Valur Ásbjarnarson
Sigurður Valur Ásbjarnarson

Ársreikningur Fjallabyggðar var samþykktur við síðari umræðu miðvikudaginn 10. apríl og gefur ársreikningurinn glögga mynd af afkomu sveitarfélagsins á árinu 2012 fjárhagsstöðu þess 31. desember 2012 og breytingu á handbæru fé á árinu.

Heildartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1,779,5 m.kr. samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta, en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir að rekstrartekjurnar yrðu um 1,693,6 m.kr.
• Framlög Jöfnunarsjóðs og skatttekjur voru 55,6 m.kr. hærri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
• Aðrar tekjur og söluhagnaður eigna voru 30,3 m.kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir.
• Samtals voru tekjur því um 85,9 m.kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir.

Heildarútgjöld voru áætluð 1,616 m. kr. en urðu 1,650 m.kr.
• Laun og launatengd gjöld voru 47,3 m.kr. hærri en áætlun gerði ráð fyrir og þar af var hækkun lífeyrisskuldbindingar 45,8 m.kr. meiri en áætlun gerði ráð fyrir.
• Annar rekstrarkostnaður var 9,8 m.kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir.

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta var því jákvæð um 80,9 m. kr.

Niðurstaða reikninga
Reikningar ársins gefa til kynna að náðst hefur góður árangur í rekstri sveitarfélagsins, en framkvæmdir eru miklar en ásættanlegar miðað við þann ávinning sem framkvæmdirnar hafa í för með sér í framtíðarrekstri Fjallabyggðar.

• Fjárfestingar í A-hluta voru 352,7 m.kr. og í B-hluta 29,7 m.kr.
• Lántaka varð á árinu 2012, 100 m.kr. en gert var ráð fyrir lántökuheimild að upphæð 150 m.kr. Lántökur á árinu urðu því 50 m.kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir.
• Afborganir lána í A-hluta voru 83,4 m.kr., en í B-hluta voru greidd lán að upphæð 38,6 m.kr. eða samtals 122 m.kr.
• Handbært fé í árslok var 108,3 m.kr., en áætlun gerði ráð fyrir að það yrði 47,5 m.kr.
• Heildar eignir voru 2011, 3,477,7 m.kr., en eru nú 3,568,8 m.kr.
• Heildar skuldir og skuldbindingar voru 2011 1,763,2 m.kr., en eru nú 1,819,8 m.kr.
Hækkunin er vegna sí hækkandi lífeyrisskuldbindinga.
• Eigið fé var 2011 um 1,714,4 m.kr., hefur hækkað í 1,748,9 m.kr.
• Veltufjárhlutfall A-hluta sveitarsjóðs er áætlað 2.15.
• Veltufjárhlutfallið fyrir samstæðuna er 1.20.
• Eiginfjárhlutfall fyrir samstæðuna er 49.0%.
• Skuldahlutfall fyrir samstæðuna er 102.3%.


Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri.


Athugasemdir

30.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst