Fréttatilkynning frá Samstöðu

Fréttatilkynning frá Samstöðu Landsfundur SAMSTÖDU flokks lýðræðis og velferðar hefur samþykkt að bjóða ekki fram í komandi alþingiskosningum heldur

Fréttir

Fréttatilkynning frá Samstöðu

Landsfundur SAMSTÖDU flokks lýðræðis og velferðar hefur samþykkt að bjóða ekki fram í komandi alþingiskosningum heldur einbeita sér að því að hafa mótandi áhrif á stjórnmálaumræðuna. Flokkurinn mun beita sér fyrir lausnarmiðaðri umræðu á opinberum vettvangi um brýn mál sem varða lausn á skuldavanda heimilanna, afnám gjaldeyrishafta án þess að snjóhengjunni verði varpað á íslenska skattborgara, betra peningakerfi og framtíðarsýn án ESB-aðildar.

Skorað var á Lilju Mósesdóttur á fundinum að gefa kost á sér til formanns flokksins. Hún varð við áskoruninni og var kjörin formaður SAMSTÖÐU flokks lýðrsæðis og velferðar með atkvæðum allra á fundinum. Rakel Sigurgeirsdóttir er varaformaður og aðrir í stjórn flokksins eru: Jón Kr. Arnarson, Eiríkur Ingi Garðarsson og Jónas P. Hreinsson.  Þessir eru varamenn: Hallgeir Jónsson og Helga Garðarsdóttir.


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst