Fréttir úr Skarðsdalnum

Fréttir úr Skarðsdalnum Þessi langvinna NA átt er búinn að leika okkur mjög illa hér á skíðasvæðinu, en svæðið var opnað 23.nóvember nú í haust og fram að

Fréttir

Fréttir úr Skarðsdalnum

Þessi langvinna NA átt er búinn að leika okkur mjög illa hér á skíðasvæðinu, en svæðið var opnað 23.nóvember nú í haust og fram að 4 janúar 2014 er eingöngu búið að vera opið 13 daga og er þetta sennilega einhver versta byrjun á skíðasvæðinu í langan tíma.

Það hefur verið viðvarandi ísingaveður og rok það sem af er vetrar. Tjón hefur orðið á höldum og öryggisbúnaði og endalaus vinna við að brjóta ísingu af lyftum. Hér eru nokkrar myndir af lyftum á svæðinu sem sýna hvað er verið að eiga við en þvermál á togvírum hefur farið upp í 40 cm. 

Allar myndir sem fylgja þessari frétt tók Kári Hreinsson

EgillSigurjón og Óðinn að lemja af vírunum.

EgillBungulyfta

EgillHálslyfta

EgillHálslyfta

Á svæðinu nú í byrjun janúar eru snjóalög mjög góð eða frá 1 meter og upp í 4 metra, það eina sem vantar er góða veðrið. Þegar þessar línur eru skrifaðar, er NA stormur og mikið ísingaveður og hafa höld ísað og dregis úr bjöllum og eru komin niður á jörð. 


En við erum mjög bjartsýnir og segjum að þetta sé allt að koma, þetta getur ekki annað en batnað enda fór vetrakortasala mjög vel á stað og eru margar fyrirspurnir um skíðasvæðið í vetur, brettahátíð verður haldin, skíðamót 14-15 ára, og er til skoðunar að endurvekja Skarðsmótið sem yrði haldið í maí þá fyrir 7-14 ára (góða veðrið er í maí) einnig er verið að skipuleggja alþjólega vetrarleika sem er haldnir eru í Hlíðarfjalli ár hvert í mars og gætu gestir til framtíðar verið um 2-3 þúsund og kemur til greina að Siglufjörður verði hluti af þeim enda verður öll aðstaða hér til fyrirmyndar til framtíðar og fylgjast öll hin skíðasvæðið með okkur og eru reyndar agndofa yfir þeim áformum um þá miklu uppbyggingu sem er framundan hjá okkur hér á Siglufirði bæði hvað varðar skíðasvæðið, golfsvæði og ekki síður veitinga, gisti og hótel uppbyggingu.

EgillÍsingin nær að draga niður höldin úr bjöllunum.

EgillT-lyfta.

EgillT-lyfta.Ég vil nota tækifærið og óska öllum gleðilegs nýs árs og þakka öllum sem mættu til okkar á Skíðasvæðið í Skarðsdal fyrir síðasta skíða-ár og vonandi sjáumst við hress og kát á nýju skíðaári í Skarðinu.

Kær kveðja, Egill Rögnvaldsson umsjónarmaður skíðasvæðis

skard.fjallabyggd.is
egillrogg@simnet.is
S. 893-5059


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst