Frískandi ferð í MTR og krakkarnir að setja upp sýningu

Frískandi ferð í MTR og krakkarnir að setja upp sýningu Ég gerði mér ferð inn á Ólafsfjörð nýlega til að fá að taka nokkrar myndir af Menntaskólanum sem

Fréttir

Frískandi ferð í MTR og krakkarnir að setja upp sýningu

Ljónin í MTR
Ljónin í MTR

Það sem tók á móti mér voru 2 styttur af einhvers konar ljónum eða úlfum, veit hreinlega ekki hvort þetta er en mjög flottar styttur samt og meira að segja með pung (allavega annað kvikindið sem var þarna og ég væri alveg til í að eiga svona í innkeyrslunni). Svo trítla ég mér inn og þar tóku á móti mér rollur og lömb úr tréi í andyrinu (mjög flott listaverk einnig). Ég var farin að velta því fyrir mér á þessum tímapunkti hvort þetta væri einhvers konar dýragarður og var orðin drulluhræddur um að nemendurnir þarna væru hangandi í ljósakrónum og hlaupandi og argandi um ganga skólans.

En þessi ótti minn reyndist ekki á rökum reistur. Ég fór um flest allt í byggingunni held ég og tók fullt af myndum. Ég tel að þetta sem ég sá af þessum skóla og nemendur séu Fjallabyggð alveg hreint til sóma og ég hefði, eða jafnvel er til í að taka jafnvel nokkur fög þarna í framtíðinni. Ég skoðaði mest listnámsbrautina þarna í þessari atrennu. Það var reyndar lokaður tími með nektar módeli, sem mátti skiljanlega ekki taka myndir af. Ég var reyndar að spá í að bjóða þeim að mála nektarmynd af mér. Það væri nú heldur betur óyfirstíganlegur hausverkur fyrir listafólkið og tilhugsunin alveg hrikalega fyndinn finnst mér. Lítill, feitur, sköllóttur kall með fullt af skeggi, mjög ójafn í vexti og kaf-loðinn á bringu og jafnvel baki með hrikalega stórt ................ jaaa, nú er ég kanski farin að færa mig heldur langt upp á skaftið í lýsingarorðum yfir mig, og það eru 2 "N" í kannski eins og Ólöf er alltaf að minna mig á (get bara ekki munað þetta, og get ekki heldur munað að lagfæra þetta "N" dæmi hjá mér).

Svo kom upp úr kafinu að nemendur á síðasta ári listabrautar eru að fara að halda sýningu á verkum sýnum í Bláa húsinu í Rauðku næstkomandi laugardag(Bláa húsinu í Rauðku, svolítið sérstök orðasamsetning en ég læt hana fara, það skilja það flest allir held ég). Þ.e.a.s. laugardaginn 13. apríl frá klukkan 14:00-18:00 sem ég held að sem flestir ef ekki bara hreinlega allir ættu að skoða og sjá hvað þessir listamenn framtíðarinnar eru að gera skemmtilegt.


Ég vona að ég hafi náð öllum nöfnum rétt en ef ekki, þá biðst ég velvirðingar á því.(Og ég biðst líka afsökunar á því ef það er stafsetningarvilla í "Ég vona að ég hafi náð öllum nöfnum rétt en ef ekki, þá biðst ég velvirðingar á því." af því að ég náði ekki að láta Ólöfu fara yfir þetta fyrir mig.)


Svo eru nokkrar myndir af nemendum og kennurum skólans.


Texti og myndir : Hrólfur Baldursson.

Frískandi ferð í MTR Frískandi ferð í MTR

Ljónin eða Úlfarnir?

Frískandi ferð í MTR
Rollurnar sem fylgdust með ljónunum fyrir utan.

Frískandi ferð í MTR Frískandi ferð í MTR

Ásdís Sigurðar.                                            Kennarastofan.

Frískandi ferð í MTR
Flott listaverk þarna í andyrinu.

Frískandi ferð í MTR
Hermann, Birgir og Björn

Frískandi ferð í MTR Frískandi ferð í MTR
Magnús Andrésson                                                Sandra Finns að mála.

Frískandi ferð í MTR
Elín.

Frískandi ferð í MTR Frískandi ferð í MTR
Mig minnir að þetta listaverk heiti "Hamingja"              Aron alls konar pælingum.

Frískandi ferð í MTR
Bergþór Morthens að kenna.

Frískandi ferð í MTR
Anna Lára og Magnús.

Frískandi ferð í MTR Frískandi ferð í MTR
Inga Margrét                                                          Atli Tómasson

Frískandi ferð í MTR

Frískandi ferð í MTR Frískandi ferð í MTR 
Atli                                                                 Sandra Finns að módelast.

Frískandi ferð í MTR
Sandra gat ekki séð það í friði að hann fengi eina góða mynd af sér.

Sandra gat ekki séð það í friði að hann fengi eina góða mynd af sér.

Vinnustofan.

Sandra gat ekki séð það í friði að hann fengi eina góða mynd af sér.

Sandra, Bergþór og Atli.

Frískandi ferð í MTR Frískandi ferð í MTR

Frískandi ferð í MTR

Kristín Sigurjóns.

Frískandi ferð í MTR Frískandi ferð í MTR

Frískandi ferð í MTR
Helen að fylgjast með því hvort það sé ekki örugglega sett rétt sykurmagn í jógúrtmöffinsið.

Frískandi ferð í MTR Frískandi ferð í MTR
Aðeins verið að ath. hvort þetta sér ekki allt á réttri leið.    Trausti, Rabbi og Sigurjón

Frískandi ferð í MTR
Rúna.

Frískandi ferð í MTR Frískandi ferð í MTR

Frískandi ferð í MTR
Rabbi og Sigurjón.


Athugasemdir

29.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst