Fugl fyrir milljón - Ljósmyndasamkeppnin - ÚRSLIT

Fugl fyrir milljón - Ljósmyndasamkeppnin - ÚRSLIT Laugardaginn, 8. desember, voru úrslit kynnt og verðlaun veitt í ljósmyndasamkeppninni Fugl fyrir

Fréttir

Fugl fyrir milljón - Ljósmyndasamkeppnin - ÚRSLIT

Erlendur Guðmundsson með milljón króna myndina
Erlendur Guðmundsson með milljón króna myndina

Laugardaginn, 8. desember, voru úrslit kynnt og verðlaun veitt í ljósmyndasamkeppninni Fugl fyrir milljón, sem haldin var á vegum Brimnes hótels og bústaða í Ólafsfirði og Rauðku á Siglufirði.

3 ljósmyndarar fengu viðurkenningar fyrir myndir sínar., en það var Erlendur Guðmundsson, Akureyri, sem fékk 1.000.000 króna í verðlaun fyrir bestu myndina.

Keppnin snýst um bestu fuglamyndina tekna á Tröllaskaga, Hrísey, Grímsey, Drangey og Málmey á tímabilinu 14. maí til 31. ágúst, 2012, og er tilgangur hennar að kynna Tröllaskagann og nærliggjandi eyjar, fyrir náttúruunnendum og stuðla að aukinni fuglaskoðun og fuglaljósmyndun á svæðinu.

Vefsíða keppninnar: fuglfyrirmilljon.com

 

Örlygur Kristfinnsson, Sigríður María Róbertsdóttir, Finnur Yngvi Kristinsson, Erlendur Guðmundsson, Axel Pétur Ásgeirsson, Sigurður Ægisson, Einar Guðmann og Jóhann Óli Hilmarsson

 

1. sæti, mynd: Erlendur Guðmundsson, fýlar á sundi.

 

2. sæti, mynd: Sigurður Ægisson, æðarkolla á hreiðri, í snjó.

 

3. sæti, mynd: Einar Guðmann, glókollur í Kjarnaskógi

 

Finnur og Sigga frá Rauðku, Jóhann Óli Hilmarsson formaður dómnefndar og Axel Pétur frá Brimnes hóteli

 

Verðlaunahafarnir þrír

 

Erlendur Guðmundsson kafari, 1. sæti

 

Allmargir gestir voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna

 

 

Axel Pétur bauð gesti velkomna

 


Athugasemdir

22.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst