Fuglalífið.......

Fuglalífið....... Margir þeirra sem daglega fara um gangstíginn og eða aka meðfram Langeyrarveg fylgjast með fuglalífinu, og margir sérstaklega með

Fréttir

Fuglalífið.......

Nýtt landnám ?
Nýtt landnám ?
Margir þeirra sem daglega fara um gangstíginn og eða aka meðfram Langeyrarveg fylgjast með fuglalífinu, og margir sérstaklega með álftunum. Svo hefur verið undanfarin ár. Nú eru margir hinna áðurnefndu að velta fyrir sér, hvernig á því standi að álftirnar "okkar" séu ekki komnar í hólmann sinn og kerlingin lögst á hreiðrið sitt.

Eru þetta ef til vill ekki álftirnar "okkar"?
Sumir eru í vafa. En til samanburðar þá má nefna að árið 2010, þann 18 apríl byrjuðu álftirnar að kroppa í hreiðurgerðina. - Það snjóaði í millitíðinni. - En  þann 27 apríl var álftin lögst á hreiðrið, - og þann 8. júní  komu ungarnir úr eggjunum.  --

Í fyrra (2011) var 18 apríl einnig byrjað að kroppa í hreiðurgerðina - og þann 23 apríl var álftin lögst á hreiðrið - og þann 31 maí komu ungarnir úr eggjunum. En nú eru álftirnar að því er virðist ekki í neinum framtíðarhugleiðingum.

Ljósmyndarinn, sá að vísu til annars fuglsins í dag (12. maí) reyna landgang í hólmann, en hann var hrakinn burtu af hópi aðgangsharðra hettumáfa, sem virðast ætla að yfirtaka hólmann að þessu sinni.
Álftin flýtti sér undan árásargjörnum hettumáfinum, með hálsinn niðurlútan. 


Hettumáfurinn hefur stundað  "vorverkin" af miklum móð þarna og víðar, bæði við mökun og hreiðurgerð.


Æðarfuglinn hefur hafið varp, og ef til vill fleiri fuglar.


Kríunni hefur fjölgað talsvert, og virðist hún hafa nægt æti, þar með talið úr Langeyratjörn. En þar sást hún fanga sandsíli af miklum móð í dag.(12. maí)

Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri

Texti og myndir: Steingrímur Kristinsson



Athugasemdir

22.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst