Fundurinn frestaðist
sksiglo.is | Almennt | 15.04.2013 | 13:14 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 156 | Athugasemdir ( )
Súpufundur AFE og VAXEY sem átti að halda í hádeginu á Kaffi Rauðku fellur uppfyrir vegna lokunnar Ólafsfjarðarmúla en fundarmenn komast ekki á staðinn. Þess í stað verður boðið til súpu næstkomandi fimmtudag.
Næstkomandi fimmtudag bjóða Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og VAXEY áhugasömum einstaklingum og fyrirtækjum á súpufund á Kaffi Rauðku þar sem farið verður yfir Arctic Services og Vaxtasamning eyjafjarðar en umsóknarfrestur VAXEY rennur út næstkomandi mánudag, 22.apríl.
Athugasemdir