Fyllt í fíluna
Starfsmenn bæjarins vinna nú að því að undirbúa þá vinnu að fylla í krikann þar sem meint lyktarmengun hefur átt sér stað undanfarið.
Framlengja þeir nú regnvatslögnum svo hægt sé að grafa yfir rotnandi þang og þara en undanfarið hefur ónotalegur þefur legið yfir nálægum hverfum. Áætlað er að fyllt verði upp í krikann strax í næstu viku og á þá lyktin að hverfa.
Vandamálið er þó ekki nýtt á nálinni og hefur verið um áratugaskeið en vegna lögunnar krikans hreinsar sjórinn fjöruna illa og eftir liggur úldið þang. Með fyllingunni verður komið í veg fyrir lyktina í einhvern tíma en reikna má með að hún láti aftur á sér bóla eftir nokkur ár. Er því mikilvægt að lögun fyllingarinnar stuðli að því að sjórinn hreinsi fjöruna betur í framtíðinni.
Athugasemdir