Fyrirjóladoðinn
sksiglo.is | Almennt | 20.11.2013 | 12:30 | Jón Hrólfur Baldursson | Lestrar 516 | Athugasemdir ( )
Fyrirjóladoðinn er genginn í garð.
Ég kalla þetta fyrirjóladoða vegna þess að það er
einhvernveginn ekki alveg kominn tími á heimajólaskreytingarnar (í heimahúsum) og það er ekki alveg kominn tími á að flýta
sér að versla jólagjafir.
Það er ekki alveg kominn tími á að það séu bara spiluð
jólalög í útvarpinu. Jólasveinarnir eru ekki komnir en alveg rétt bráðum að koma.
Aðventan er á leiðinni með aðventukransi og fjórum kertum til að kveikja
á einu sinni í vikulok, sem er mjög sniðugt því þá hefur maður alltaf eitthvað til að hlakka til í hverri viku þegar
fjölskyldan safnast saman í kring um aðventukransinn, kveikir á einu kerti, syngur jólalög og dansar jafnvel aðeins líka í kring um
kransinn.
Stressið er ekki komið ennþá komið, en það er á leiðinni
o.sv.fr. Og akkúrat í þessu augnabliki er ógurlega lítið um fréttir á Sigló. En stundum eru engar fréttir góðar
fréttir.
Ef það eru einhverjar fréttir sem hreinlega fara framhjá okkur megið
þið endilega senda okkur áminningu á netfangið sksiglo@sksiglo.is. Eins getið þið sent fréttir sem tengjast Siglufirði og
Siglfirðingum á einhvern augljósan hátt á okkur.
Eins ef þið sjáið einhverjar myndir sem við erum að fjalla um eða ef
þið eruð einfaldlega að fletta í Ljósmyndasafni Siglufjarðar þá getið þið sent línu á finnur@raudka.is og fengið
myndina í góðum gæðum á mjög vægu verði.
Þegar lítið er að frétta í stórasta bæ í heimi
verðum við bara að einbeita okkur aðeins meira að gömlu myndunum sem við eigum alveg hreint í hrönnum og hér er akkúrat ein skemmtileg.
Þessi mynd er af ansi hreint miklum matmönnum. Það eru þeir Stefán Friðriksson og Vilmundur Ægir Eðvarðsson eða Stebbi Fidda og Ægir Eðvarðs eins og þeir eru oftast kallaðir. Myndin er tekin 1977.
Þessi mynd er af ansi hreint miklum matmönnum. Það eru þeir Stefán Friðriksson og Vilmundur Ægir Eðvarðsson eða Stebbi Fidda og Ægir Eðvarðs eins og þeir eru oftast kallaðir. Myndin er tekin 1977.
Mér finnst allar líkur á því að þessir heiðursmenn
séu með þessar svuntur á sér til þess að subba sig ekki út í einhverju matarboði, líklega á Hótel Höfn, nú
Gistiheimilið Siglunes. En þó er alveg hugsanlegt að þeir hafi verið að hjálpa til við að elda en þá vonandi hefur einhver verið
duglegur að slá á puttana á þeim.
Ljósmyndina tók Steingrímur Kristinsson.
Ljósmyndina tók Steingrímur Kristinsson.
Athugasemdir