Fyrsta almenningshlaupið í Grímsey

Fyrsta almenningshlaupið í Grímsey Norðurheimskauts-baugshlaup TVG Zimsen fer fram í Grímsey 8. september. Hlaupurum gefst kostur á einstöku

Fréttir

Fyrsta almenningshlaupið í Grímsey

Mynd: www.akureyri.is
Mynd: www.akureyri.is

Norðurheimskauts-baugshlaup TVG Zimsen fer fram í Grímsey 8. september. Hlaupurum gefst kostur á einstöku hlaupaævintýri, eftir því sem fram kemur í tilkynningu. En þetta verður fyrsta almenningshlaupið í Grímsey.

Aldrei áður hefur almenningshlaup verið hlaupið norðar hér á landi. Hlaupið er með tilstyrk flutningafyrirtækisins TVG Zimsen.

Ræst verður í Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen kl. 11.00 við félagsheimilið Múla í Grímsey og verður hlaupinn hringur í eynni, sem er tæplega 12 km langur. Tvær vegalengdir verða í boði – annars vegar einn hringur – 12 km – og hins vegar tveir hringir – 24 km. Tímataka verður í báðum leiðunum. Boðið verður upp á drykki á drykkjarstöðvum á leiðinni.

Skráning er í hlaupið á vefnum www.hlaup.is– annars vegar í 12 og hins vegar 24 km. Skráningu lýkur mánudaginn 3. september kl. 22.00. Ekkert skráningargjald er í hlaupið.

Í tengslum við hlaupið mun Norlandair fljúga til Grímseyjar að morgni 8. september og til baka aftur síðdegis þann dag. Í boði eru á milli 30 og 40 flugsæti og því þurfa menn að hafa hraðann á til þess að tryggja sér flugsæti. Pantanir á sætum eru í gegnum Flugfélag Íslands á Akureyrarflugvelli – 460 7000.

Aðrir möguleikar á því að fara út í Grímsey felast í því að fljúga með Flugfélagi Íslands föstudaginn 7. september og aftur til baka sunnudaginn 9. september eða fara með Sæfara frá Dalvík til Grímseyjar föstudaginn 7. september og til baka mánudaginn 10. september

Sem fyrr segir er skráning í hlaupið á www.hlaup.is og þar er að finna allar nánari upplýsingar um hlaupið.

Texti og mynd: N4 Akureyri




Athugasemdir

19.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst