Fyrsti vorboðinn mættur

Fyrsti vorboðinn mættur Tjaldurinn er að öllu jöfnu fyrsti farfuglinn sem heimsækir Siglufjörð á vorin, nú er hann mættur sem oft áður seinnihluta

Fréttir

Fyrsti vorboðinn mættur

Tjaldurinn mættur. Ljósmynd SK
Tjaldurinn mættur. Ljósmynd SK

Tjaldurinn er að öllu jöfnu fyrsti farfuglinn sem heimsækir Siglufjörð á vorin, nú er hann mættur sem oft áður seinnihluta marsmánaðar.

Meðfylgjandi mynd af, öðrum af tveim tjöldum, var tekin að morgni mánudagsins 25 mars. Á síðasta ári náðust myndir af tjaldapari þann 22. mars, en þar áður, á árinu 2011, þann 28. mars.

Mynd og texti: SK

Skemmtilega staðreynd um tjaldinn er sú að þrátt fyrir að hann sé farfugl búa um 2.000-3.000 fuglar á íslandi allt árið um kring. Á sumrin dvelja hinsvegar um 10.000 tjaldar á landinu en flestir þeirra sem flýja vetrarhörkuna hérna dvelja á Bretlandseyjum yfir vetrartímann (http://www.natkop.is/).


Athugasemdir

28.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst