Fyrstu sumargestirnir mættir
sksiglo.is | Almennt | 20.05.2013 | 13:09 | Finnur Yngvi Kristinsson | Lestrar 750 | Athugasemdir ( )
Það var merkilegt að sjá þrjá húsbíla við tjaldsvæðið á Siglufirði um helgina, en þeir eru væntanlega fyrstu gestir tjaldsvæðisins í sumar.
Svo virtist sem gestirnir nytu tímans vel enda hefur mikil veðurblíða verið í bænum undanfarna daga. Skelltu þeir sér meðal annars á tónleika Hvanndalsbræðra á Kaffi Rauðku í gærkvöldi þar sem mikil stemning var í húsinu þrátt fyrir tiltölulega fáa gesti sem tóku undir líkt og um fullt hús væri að ræða.
Athugasemdir