Fyrstu safngestir ársins 2012
sksiglo.is | Almennt | 05.01.2012 | 08:40 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 538 | Athugasemdir ( )
Í gær, 4. janúar 2012 komu fyrstu safngestir ársins á Síldarminjasafnið. Safnið er opið samkvæmt samkomulagi í allan vetur og hægt er að boða komu sína með því að hringja í síma 467-1604 eða senda tölvupóst á safn@sild.is
Mikil aukning hefur verið í aðsókn á Síldarminjasafnið með tilkomu Héðinsfjarðarganga. Á liðnu ári komu rétt tæpleg 20 þúsund gestir á safnið en árið 2010 voru safngestir 11.800.Texti: Rósa Margrét Húnadóttir
Mynd: Steingrímur Kristinsson
Athugasemdir