Gaman að sjá börn að leik

Gaman að sjá börn að leik Hún er sérlega skemmtileg fyrir börn á öllum aldri brekkan ofan sundlaugarinnar á Ólafsfirði. Á leið minni um fjörðinn varð ég

Fréttir

Gaman að sjá börn að leik

Á leið í brekkuna skemmtilegu á Ólafsfirði
Á leið í brekkuna skemmtilegu á Ólafsfirði

Hún er sérlega skemmtileg fyrir börn á öllum aldri brekkan ofan sundlaugarinnar á Ólafsfirði. Á leið minni um fjörðinn varð ég var við fjölda barna og unglinga á ferðinni með snjóþotur í eftirdragi og varð því forvitinn að sjá hvert förinni var haldið.

Ég þurfti ekki að leita lengi til að sjá hvert fólkið streymdi en þarna við hlið mér, milli skíðastökkpallarins og sundlaugarinnar, mátti sjá frábæra brekku til skemmtunar fyrir alla fjölskylduna. Vopnaður eingöngu minni frábæru símamyndavél náði ég nú ekki mörgum góðum myndum, reyndar engum, en óneytanlega fékk þetta mig til að rifja upp yngri ár mín þegar maður fékk gröfuslöngur að láni hjá afa til að renna sér á. Enga stjórn hafði maður á slöngunum en það var að sjálfsögði hluti af gamaninu þar sem maður hoppaði og skappaði eftir vilja slöngunnar. 

Það er of sjaldan sem maður leifir sér að finna barnið í sjálfu sér og henda sér út í leik en sem betur fer fá börnin mann til að yngjast, að minnsta kosti í anda.  

Brekkan í Ólafsfirði


Athugasemdir

27.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst