Gaman í snjónum
Bátar, bílar, lyftarar, gröfur, ýtur, skip og hús. Það var skemmtilega fjölbreytt myndefnið við smábátahöfnina þegar þyrlurnar voru mættar til leiks, það vantaði bara vörubílinn. En hérna eru nokkrar skemmtilegar myndir til að skoða á sunnudegi.
Held að ég hafi séð þessa geggjuðu ljósmyndahugmynd hjá Sveini Þorsteins
og ákvað að prufa.
Þyrlur,bátar,vinnuvélar,skip og hús.
Óli kallaði í mig og kvartaði yfir því að það færu ekki nógu margar myndir af honum inn á siglo.is. Þannig að við bætum nú úr því og takið eftir myndinni til hægri, sem hann bað sérstaklega um að færi inn. Þessi er nú bara helvíti flott af kallinum.
Erla Helga svona líka ljómandi ánægð með allan þennan snjó.
Simmi er sáttur við snjóinn.
Stebbi Ben líka.
Japanska Tröllið. Þessi fer bara hreinlega allt (eða svona næstum því)
Athugasemdir