Gamla rafstöðvarhúsið
sksiglo.is | Almennt | 06.01.2011 | 06:30 | Helga Sigurbjörnsdóttir | Lestrar 616 | Athugasemdir ( )
Eftir að nýja aðveitustöðin hjá Rarik á Siglufirði, var tekin í notkun núna í haust er ekki lengur not fyrir gömlu díselvélarnar í gamla rafstöðvarhúsinu við Hvanneyrarána, og er því búið að aftengja þær.
Eldri díselvélin er ónýt,en sú nýrri verður flutt annað.
Ekki er þörf fyrir frekari varaafl, því kerfið er nú mikið öflugra og kemur frá tveimur áttum.
Frá Skeiðsfossi kemur 22.000volt og tvöföld tengin frá Ólafsfirði, 33.000volt og 11.000volt, sagði Skarphéðinn Ásbjörnsson, umsjónarmaður díselvéla hjá Rarik á Akureyri.
Ekki er ennþá búið að ákveða hvað verður um gamla rafstöðvarhúsið, sem hefur þjónað bæjarbúum vel í gegnum árin, þegar rafmagnslaust hefur orðið og gömlu díselvélarnar hafa þá verið settar í gang.
Eldri díselvélin er ónýt,en sú nýrri verður flutt annað.
Ekki er þörf fyrir frekari varaafl, því kerfið er nú mikið öflugra og kemur frá tveimur áttum.
Frá Skeiðsfossi kemur 22.000volt og tvöföld tengin frá Ólafsfirði, 33.000volt og 11.000volt, sagði Skarphéðinn Ásbjörnsson, umsjónarmaður díselvéla hjá Rarik á Akureyri.
Ekki er ennþá búið að ákveða hvað verður um gamla rafstöðvarhúsið, sem hefur þjónað bæjarbúum vel í gegnum árin, þegar rafmagnslaust hefur orðið og gömlu díselvélarnar hafa þá verið settar í gang.
Athugasemdir