Gamla myndin: Elín og Óskar
Vitađ er um fimm Siglfirđinga sem hafa orđiđ hundrađ ára. Enginn hefur ţó náđ jafn háum aldri og Elín Jónasdóttir, sem er orđin rúmlega 103 ára og er í sjötta sćti yfir elstu núlifandi Íslendingana.
Elín Jónasdóttir fćddist í Efri-Kvíhólma í Ásólfsskálasókn í Vestur-Eyjafjallahreppi 16. maí 1908 og var fjórđa í röđ níu systkina. Móđir hennar varđ 98 ára, ein systir 96 ára, önnur systir 93 ára og bróđir 92 ára. Ein systir hennar er á lífi, Guđný Bergrós, orđin 99 ára.
Elín var mikil handavinnukonu. Á efri árum tók hún sig til og prjónađi og saumađi mikiđ af flíkum sem hún sendi til fátćkra barna víđa um heim, m.a. í Austur-Evrópu, Asíu og Afríku. „Ég kom í Siglufjörđ 1939 og hef veriđ hér síđan, gerđist húsmóđir en starfađi líka viđ síldarsöltun á sumrin ţegar ţađ var í bođi,“ sagđi Elín í viđtali viđ Sigurđ Ćgisson, sem birt var í Morgunblađinu á aldarafmćlinu. Elín er mjög trúuđ kona „Ég ákalla Drottin á hverjum degi og stundum oft á dag,“ sagđi hún í viđtalinu. „Og hann hefur aldrei brugđist mér, ţó mađur skilji ekki allt sem hefur komiđ í manns veg.“
Elín giftist, 28. nóvember 1941, Óskari Sveinssyni sjómanni og verkamanni og áttu ţau lengst af heima á Suđurgötu 68, en ţađ hús byggđu ţau. Ţau eignuđust saman ţrjú börn, Hauk Óskarsson húsgagnabólstrara í Reykjavík (f. 1941), Guđlaugu Óskarsdóttur leikskólakennara á Siglufirđi (f. 1942) og Guđfinnu Óskarsdóttur sjúkraliđa í Vestmannaeyjum (f. 1946, d. 2009, 62 ára).
Óskar Sveinsson fćddist í Reykjavík 24. október 1903 og ólst ţar upp. Hann lést 14. desember 1983, 80 ára. Fađir hans var ćttađur af Snćfellsnesi en móđir hans úr Vestur-Skaftafellssýslu. Ein systra hans, Margrét Sveinsdóttir í Kanada, varđ 100 ára.
Fyrri kona Óskars (18. júlí 1925) var Guđlaug Sveinsdóttir (f. 1903, d. 1933, 29 ára). Börn ţeirra voru Helgi Óskarsson skipstjóri í Noregi (f. 1925) Sveinn Óskarsson (f. 1926, d. 1927), Sigurjón Hólm Óskarsson verkamađur (f. 1929, d. 2009, 79 ára) og Kristján Hólm Óskarsson skipstjóri í Ţýskalandi (f. 1929).
Guđlaug var dóttir Sveins Sveinssonar og Gunnhildar Sigurđardóttur á Steinaflötum á Siglufirđi. Mörg systkinanna níu bjuggu á Siglufirđi og má ţar nefna verkstjórana Rögnvald og Sigurbjörn og lögreglumennina Friđrik og Ármann.
Áđur en Óskar giftist Elínu átti hann tvö önnur börn, Guđlaug Óskarsson skipstjóra og útgerđarmann í Grindavík (f. 1935) og Guđmundu Sigríđi Óskarsdóttur nuddara í Garđabć (f. 1938, d. 2003, 65 ára).
Á efri árum fékkst Óskar viđ hćnsnarćkt í sérstöku húsi sem var nótabátur á hvolfi. Húsiđ skemmdist mikiđ í snjóflóđi í desember 1973.
Elín Jónasdóttir (f. 1908) og Óskar Sveinsson (f. 1903, d. 1983).
Texti: Jónas Ragnarsson (jr@jr.is).
Ljósmynd: Kristfinnur Guđjónsson, Ljósmyndasafn Siglufjarđar.
Athugasemdir