Sigurbjörg ÓF 1 veiddi víðförla grálúðu
sksiglo.is | Almennt | 17.01.2012 | 06:00 | Guðmundur Skarphéðinsson | Lestrar 251 | Athugasemdir ( )
Sigurbjörg ÓF 1 veiddi nú í vikunni
2 ½ kg. grálúðu út af Seyðisfjarðardýpi sem merkt var af norsku
Hafrannsóknarstofuninni norðvestan við Svalbarða á 79°,43 N og 08°,09 A
þann 8. september 2008.
Vegalengdin sem grálúðan hefur farið er því a.m.k. 980 sjómílur ef hún hefði synt stystu leið en Friðjófur Jónsson skipstjóri á Sigurbjörgu telur þó líklegast að lúðan hafi synt suður meðfram kantinum vestan við Noreg og síðan yfir til Íslands eða alls 1.400 sjómílur eða um 2.600 km. Sagðist Friðþjófur aldrei hafa gert sér í hugarlund að grálúða ferðaðist jafn langa vegalengd og hér um ræðir.
Heimasíða: Rammi h/f
Vegalengdin sem grálúðan hefur farið er því a.m.k. 980 sjómílur ef hún hefði synt stystu leið en Friðjófur Jónsson skipstjóri á Sigurbjörgu telur þó líklegast að lúðan hafi synt suður meðfram kantinum vestan við Noreg og síðan yfir til Íslands eða alls 1.400 sjómílur eða um 2.600 km. Sagðist Friðþjófur aldrei hafa gert sér í hugarlund að grálúða ferðaðist jafn langa vegalengd og hér um ræðir.
Heimasíða: Rammi h/f
Athugasemdir