Gjöf til Grunnskóla Fjallabyggðar.

Gjöf til Grunnskóla Fjallabyggðar. Grunnskóli Fjallabyggðar býr til framtíðar fluguveiðimenn. Grunnskóli Fjallabyggðar hefur undanfarin ár boðið

Fréttir

Gjöf til Grunnskóla Fjallabyggðar.

Frá Litluá
Frá Litluá

Grunnskóli Fjallabyggðar býr til framtíðar fluguveiðimenn.

Grunnskóli Fjallabyggðar hefur undanfarin ár boðið tveimur elstu bekkjum skólans uppá fjölda valgreina eins og grunnskólalög gera ráð fyrir. Þessar valgeinar eru kenndar í sex vikur í senn. Fluguhnýtingar og stangveiði hafa verið valgreinar sem nemendur grunnskólans hafa verið dugleg að velja sér. Nú í vetur hafa um 30 nemendur af 60 valið þessar greinar. Strákarnir eru fleiri, en margar stúlkur hafa einnig valið að læra að hnýta og kasta flugu. Þessi valgrein er nánast einstök hér á Íslandinu góða.

Stangveiðifélag Siglfirðinga hefur tekið þátt í þessari uppbyggingu sem er að eiga sér stað í Fjallabyggð. Félagið hefur boðið nemendum að veiða í Héðinsfirði og Flókadalsá í Fljótum, þegar veiðitímabilið er í fullum gangi. Stangveiðifélag Siglfirðinga, Sparisjóður Siglfirðinga og Vesturröst tóku sig saman um að gefa Grunnskóla Fjallabyggðar þrjár fullbúnar fluguveiðistangir sem notaðar verða við kennslu og veiði.

Í fluguhnýtingum er nemendum kennd undirstöðuatriðin og búa þau til nokkrar flugur eins og Peecoock, Nobblera og Frances. Lokaverkefnið er svo að hanna sína eigin flugu. Í stangveiði fara nemendur í kastkennslu með flugustöngum í íþróttahúsinu á Siglufirði. Einnig fá nemendur fræðslu um allan þann búnað sem fylgir fluguveiði sem og hvernig á að umgangast náttúruna og íbúa vatna og áa.

Síðustu tvö ár hafa nemendur farið í vorveiði í Litluá í Kelduhverfi og hafa þær ferðir heppnast mjög vel. Flestir að fá sinn fyrsta flugufisk og án efa framtíðar veiðimenn og konur þar á ferð.

Frá afhendingunni í gærmorgun

Íþróttafréttaritari siglo.is


Athugasemdir

26.júlí 2025

Sk Sigló ehf.

580 Siglufjörður
Netfang: sksiglo(hjá)sksiglo.is
Fylgið okkur á Facebook eða Twitter

Póstlisti

Skráðu netfangið þitt á póstlistan okkur.

Ábendingar

Ertu með ábendingu fyrir síðuna eða góða frétt? Sendu okkur þá póst og við könnum málið.

Sendu póst